Skírnir - 01.09.2015, Page 112
lengra en til Bretlands eða Danmerkur til að sjá dæmi þess að þjóðir
hafi skipt um ritmálsviðmið. Í Englandi er skýr munur á fornensku,
miðensku og nútímaensku, og sama er að segja um þýsku, og auð -
vitað dönsku; mál H. C. Andersens er allt annað en elsta lagamál
danskt. Nú mun reyndar svo komið að dönsk skólaæska á í erfið -
leikum með að lesa texta hans; komið að því að „þýða“ þá yfir á
dönsku þeirrar kynslóðar sem nú vex úr grasi. En hér á landi notuðu
Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson sama viðmið í skrifum
sínum og Snorri Sturluson. Og enn eru menn eins og Þorsteinn frá
Hamri og nú síðast Bjarki Karlsson að yrkja dróttkvætt.
En það er áhugaverð spurning hvort Íslendingar séu einmitt um
þessar mundir að upplifa svipaða tíma og frændur þeirra við Eystra-
salt upplifðu á Hansatímanum. Er komið að því að samhengið í ís-
lenskri málsögu rofni með einhverjum hætti? Æ oftar er því haldið
fram að forníslenskir textar eða „miðaldaíslenska“ reynist of erfið
fyrir skólaæskuna. Heyrst hefur einnig að skáldsögur Halldórs Lax-
ness séu of erfiðar, og þörf sé á léttlestrarútgáfum. Hin augljósa
spurning sem vaknar er hversu lengi þetta samhengi tungunnar
helst. Hvenær kemur að því að rof verði í sögunni, þannig að eitt -
hvað svipað gerist og í nágrannalöndunum? Þá leggist hin forna
tunga af og við tekur afkomandi hennar nútímaíslenska, sem ekki
hefur Njálustíl sem viðmiði, heldur eitthvað annað, e.t.v. annað
beygingar- og setningakerfi, orðaforða og hljóð lögmál.
Hið langa samhengi í íslenskri mál- og bókmenningu er auðvitað
afar sérstakt, sumir myndu vilja segja óeðlilegt ástand. Hugmyndin
um eina tungu sem varðveist hefur og haldist óbreytt í meira en
þúsund ár er raunar að einhverju leyti goðsögn. Hljóðkerfisbreyt-
ingar og breytingar á orðaforða eru slíkar að ólíklegt er að Snorri
skildi mikið í því sem talað er í Reykjavík nútímans. En ritmálið er
eitt, þótt stíll og setningagerð hafi breyst. Og þegar spurt er hvað sé
góð og gild íslenska hefur jafnan verið vísað til málsins á fornsög-
unum, það er viðmiðið. En svo merkilega sem það kann að hljóma
er það einmitt goðsögnin sjálf sem heldur sambandinu, hugmyndin
um það að til sé gullaldaríslenska sem halda beri við.
Hér er hugtakið viðmið lykilatriði. Verði til ný íslenska þarf hún
að hafa nýtt viðmið, og þá kann að verða menningarbylting af því
412 kristján árnason skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 412