Skírnir - 01.09.2015, Page 114
stúdentarnir höfðu mestan áhuga á, málvísindi án þess að þurfa að
taka bókmenntakúrsa, og öfugt. Þessi aðskilnaður var þó ekki algjör
eða skyldubundinn; valfrelsið býður upp á að þeir sem hafa áhuga
á hvoru tveggja, tungumáli og bókmenntum, geti valið sér af hinu
ríkulega hlaðborði það sem þeim hentar. En spyrja má hvort mikið
valfrelsi sé hentugt fyrir þá sem hyggja til dæmis á íslenskukennslu,
hvort hætta sé á að blandan sem valin er verði tilviljanakennd; hvort
útkoman verði eins og þegar olíu er blandað í vatn, ellegar einhver
ruglingslegur hrærigrautur, án skýrrar afmörkunar sem nýst geti í
skólakennslu.
Hér skiptir máli hvernig námsgreinin íslenska er skilgreind í
skólastarfi, sem hlýtur að teljast í verkahring ráðuneytis mennta-
mála. Enda gefur ráðuneytið út námskrá og sú sem nú gildir fyrir ís-
lensku í framhaldsskóla er frá árinu 1999. Þar er að vísu lögð áhersla
bæði á málfræði og bókmenntir í kennsluáföngum, en ekki virðast
liggja á lausu traustar upplýsingar um hvernig tekist hefur til með
kennsluna eða hvaða árangri hún hefur skilað. Og gjarna er gerður
skýr greinarmunur á þessum greinum, málfræði og bókmenntum,
þótt óhjákvæmilega sé einhver samþætting. Heyrst hafa misjafnar
sögur um hvernig gengur þegar kennarar hafa meiri áhuga á einum
þætti efnisins en öðrum, bókmenntafræðingurinn á bókmenntum og
málfræðingurinn á málfræði. Eru málfræðisinnaðir framhalds-
skólakennarar að reyna að búa til litla málvísindamenn og bók-
menntafræðingar litla bókmenntafræðinga, og gleymist þá e.t.v.
sjálft íslenskunámið, hvað svo sem það ætti að vera?
Sé hugað að undirbúningi nemenda fyrir íslenskunám eða annað
nám í háskóla, þá virðist hann vera afar misjafn og víða pottur brot-
inn. Háskóli Íslands hefur gripið til þess ráðs að stofna sérstakt
stuðningskerfi til að bæta úr þessum skorti á undirbúningi og
komið hefur verið á fót ritveri og sérstakri ritfærninámsleið í ís-
lensku til að gera menn færari til að setja mál sitt skipulega fram og
tjá sig. Og íslenskukennarar Háskólans eru ekki einir um að lenda
í vandræðum sem hljótast af misgóðum undirbúningi. Í flestum
greinum kvarta kennarar yfir því að mikil orka fari í það að bæta rit-
færni og málfar nemendanna. (Raunar mun sú þraut að koma
hugsun sinni frá sér í rituðu máli, hvort sem er í vísindum, listum eða
414 kristján árnason skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 414