Skírnir - 01.09.2015, Qupperneq 115
415um íslensk fræði
almennu lífi, vera viðfangsefni fræðimanna og uppalenda vítt um
heiminn, þannig að vandamálið er ekki séríslenskt.)
Á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins má finna
nýrra plagg en áðurnefnda námskrá frá 1999, sem ber heitið Aðal-
námskrá framhaldsskóla, almennur hluti, frá árinu 2011. Þar er lýst
hæfniviðmiðum nemenda í íslensku sem kjarnagrein og sagt að
miðað við „hæfniþrep 3“ skuli nemandi hafa „aflað sér þekkingar
og skilnings á: • ritgerðasmíð og heimildavinnu, • helstu einkennum
íslensks máls sem nýtast í ræðu og riti, sem og til náms í erlendum
tungum, • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar
bókmenntasögu, • mismunandi tegundum bókmennta og nytja-
texta, stefnum í íslenskum bókmenntum að fornu og nýju og öllum
helstu bókmenntahugtökum.“
Hann skal hafa „öðlast leikni í: • ritun heimildaritgerða þar sem
hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á
framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli, • frá-
gangi heimildaritgerða og hvers kyns texta og að nýta sér upp-
byggilega gagnrýni annarra til betrumbóta, • að nýta málfræði -
hugtök af öryggi í umræðum um málið og þróun þess, menningu og
sögu, • að skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menn-
ingarlegar vísanir í tal- og ritmáli, • að draga saman og nýta á viður-
kenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum,
hvort sem er í ræðu eða riti, og meta áreiðanleika þeirra, • að flytja
af öryggi og sannfæringarkrafti vel upp byggða ræðu eða ítarlega
kynningu á flóknu efni, • að lesa allar gerðir ritaðs máls að fornu og
nýju sér til gagns og gamans, skilja lykilhugtök og greina mismun-
andi sjónarmið.“
Hæfni nemanda sem hefur náð þessu þrepi er lýst þannig meðal
annars að hann skuli „geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann
hefur aflað sér til að: • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi
texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum, • leggja
mat á og efla eigin málfærni og annarra, til dæmis með því að nýta
málfræðiupplýsingar og þekkingu sína á íslenska málkerfinu, • beita
málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður
í ræðu og riti, • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður,
útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 415