Skírnir - 01.09.2015, Síða 117
417um íslensk fræði
hvoru). Hér er afar lítið sagt um innihald námsins, og það virðist
frjálst hvaða námskeið eru valin úr hvorri grein, málfræði og bók-
menntum þótt lögð sé áhersla á samvinnu við leiðbeinanda. Meðal
námsmarkmiða er talað um að veita „þekkingu og skilning á
völdum aðferðum og fræðikenningum sem beitt er við bókmennta-
og málrannsóknir“ og nemendur hafi „góða þekkingu á völdum
tímabilum og/eða sviðum íslenskrar tungu og bókmennta“ og „hafi
þróað með sér sjálfstæð vinnubrögð og séu undir það búnir að
semja kennsluefni í íslensku, einir eða með öðrum.“ (Leturbreyt-
ingar mínar.)
Íslenska í Háskóla Íslands
Fyrir nokkru tók gildi nýtt skipurit fyrir Háskólann, þar sem skipt
var í fimm svið, Félagsvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísinda -
svið, Heilbrigðisvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Það sem snýr að efni þessarar greinar er einkum Íslensku- og menn-
ingardeild, sem á heima innan Hugvísindasviðs. Aðrar deildir á
Hugvísindasviði eru Deild erlendra tungumála, bókmennta og mál-
vísinda, Guðfræði- og trúarbragðadeild og Sagnfræði- og heim-
spekideild. Vissulega heyra menntunarmál kennara einnig undir
Menntavísindasvið, þar sem grunnskólakennarar eru menntaðir, en
hér gefst því miður ekki rúm til að ræða þau málefni til neinnar
hlítar. Nýlega var kennaranámið lengt í fimm ár þannig að krafist er
M.Ed.-prófs til kennararéttinda í grunnskóla og þykir það til bóta.
En oft er haft á orði að allir grunnskólakennarar séu íslenskukenn-
arar eða móðurmálskennarar, og mörgum þykir mega gera mun
betur í undirbúningi kennaranemanna undir það ábyrgðarstarf,
bæði mætti kenna meiri íslensku í hinu almenna námi og efla ís-
lensku sem kjörsvið.
Í Íslensku- og menningardeild telst mér til að boðið sé upp á tíu
námsleiðir til BA-prófs: almenna bókmenntafræði, almenn mál-
vísindi, íslensku, íslensku sem annað mál, kvikmyndafræði, list -
fræði, ritlist, samfélagstúlkun, táknmálsfræði og táknmálstúlkun,
og þýðingafræði. Í framhaldsnámi eru á boðstólum tæplega þrjá-
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 417