Skírnir - 01.09.2015, Síða 118
tíu námsleiðir.5 Nemendafæð er áhyggjuefni í mörgum þessum
námsleiðum, ekki síst íslensku, jafnt í grunnámi sem framhalds-
námi, en hins vegar virðast tvær námsleiðir sem eru á ensku og
ætlaðar útlendingum (Íslensk miðaldafræði, MA, 90 einingar og
Norrænt meistaranám í víkinga- og miðaldafræðum) dafna býsna
vel.
Það hlýtur að teljast sérstakt áhyggjuefni ef íslenskir stúdentar
hafa lítinn áhuga á íslenskum fræðum eða öðru íslensku efni á for-
sendum þess sjálfs (en ekki til dæmis almennra fræðigreina). Ef ekki
verður endurnýjun íslenskra fræðimanna á þessu sviði skapast hætta
á rofi þeirrar löngu sögu rannsókna Íslendinga sjálfra á efninu á 19.
öld í Kaupmannahöfn, sem fluttist að miklu leyti til Íslands með til-
komu Háskólans í byrjun þeirrar 20, og síðar Stofnunar Árna Magn-
ússonar á Íslandi.
Viðbrögð Íslensku- og menningardeildar við minni aðsókn að ís-
lenskunámi hafa einkum falist í því að auka fjölbreytni námsins með
því að fjölga valkostum. Í sérstöku plaggi sem ber yfirskriftina „Ís-
lenska sem aðalgrein til BA-prófs 2015-2016“6 er lýst níu valkostum
eða leiðum sem „nemendur geta farið í gegnum 180 eininga (þriggja
ára) íslenskunám“. Þessar leiðir eru: Íslenska – málfræði og bók-
menntir, Íslenska – bókmenntaáhersla, Íslenska – nútímamáls-
áhersla, Íslenska – fornmálsáhersla, Íslenska – miðaldafræðiáhersla,
418 kristján árnason skírnir
5 Þessar námsleiðir eru: Almenn bókmenntafræði, MA, 120 einingar, Almenn mál-
vísindi, MA, 120 einingar, Hagnýt ritstjórn og útgáfa, MA, 90 einingar, Hagnýtt
nám í nytjaþýðingum, Viðbótardiplóma, 60 einingar, Hagnýtt nám í ráðstefnu-
túlkun, Viðbótardiplóma, 60 einingar, Hagnýtt nám í þýðingum, Viðbótardip-
lóma, 60 einingar, Íslenskar bókmenntir, MA, 120 einingar, Íslensk fræði, MA, 120
einingar, Íslensk fræði – málfræði og bókmenntir, MA, 120 einingar, Íslensk mál -
fræði, MA, 120 einingar, Íslensk miðaldafræði, MA, 90 einingar (á ensku), Ís-
lenskukennsla, MA, 120 einingar, Listfræði, MA, 120 einingar, Máltækni, MA, 120
einingar, Menningarfræði, MA, 120 einingar, Norrænt meistaranám í víkinga- og
miðaldafræðum, MA, 120 einingar (á ensku), Nytjaþýðingar, MA, 120 einingar,
Ráðstefnutúlkun (auglýst með fyrirvara um fjármögnun), MA, 120 einingar, Rit-
list, MA, 120 einingar, Talmeinafræði, forkröfur, Undirbúningsnám, 70 einingar,
Þýðingafræði, MA, 120 einingar. Almenn bókmenntafræði, Doktorspróf, 240 ein-
ingar, Íslenskar bókmenntir, Doktorspróf, 240 einingar, Íslensk málfræði, Dokt-
orspróf, 240 einingar.
6 http://www.hi.is/sites/default/files/admin/meginmal/skjol/islenska_sem_adal
grein_til_ba.pdf
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 418