Skírnir - 01.09.2015, Side 120
á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í
máli.“ Þar segir einnig að athyglinni verði „fyrst og fremst beint að
þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri mál-
sögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður
í öðrum tungumálum.“7 Hér er vissulega á ferðinni forvitnilegt efni,
en enn virðist lögð áhersla á málvísindaleg vinnubrögð og almennar
kenningar og síðan hugað að því hvernig beita megi þeim á íslensk
efni, að sjálfsögðu til aukins skilnings. En hér má spyrja hvort ekki
væri fróðlegt fyrir íslenskunema að fá að kynnast uppruna íslensks
máls og sögu, tengslum þess við nágrannamálin og sérstöðu í sögu-
legu ljósi. Að vísu er í BA-náminu boðið upp á valnámskeið sem
ber yfirskriftina „Íslenska málsaga“, en spurning er hvort sú saga
íslenskrar tungu og tengsl við menningaraðstæður, sem þar er vænt-
anlega rakin, ætti ekki heima í kjarna, ekki síst fyrir þá sem hyggja
á íslenskukennslu.
Það sem hér er lauslega lýst sýnir að íslenskunámið er að vísu
býsna fjölbreytilegt og forvitnilegt, en talsverð áhersla er lögð á að
kynna almennar kenningar og fræðigreinar en minni á sögulegar
aðstæður og um gildi tungumálsins í samfélaginu. Og nýlega hafa
verið ræddar hugmyndir um að greina enn skýrar milli málvísinda
og bókmenntafræði í íslenskunámsbraut, þannig að hægt verði að
taka BA-próf í íslenskum málvísindum og íslenskri bókmennta -
fræði sem aðskildum aðalgreinum. Raunar eru ekki allir á einu máli
um það.
420 kristján árnason skírnir
7 Um hæfniviðmið þessa námskeiðs segir: „Nemandi sem hefur lokið þessu nám-
skeiði með góðum árangri á að • þekkja meginhugmyndir um eðli málbreytinga,
• þekkja helstu tegundir málbreytinga, • kunna skil á helstu breytingum sem hafa
orðið í sögu íslenskrar tungu frá upphafi ritaldar til nútímans, • þekkja megin-
hugmyndir um eðli tilbrigða í tungumálum, • kunna skil á helstu tilbrigðum í
framburði, beygingum og setningagerð sem eru þekkt frá ýmsum tímabilum ís-
lenskrar málsögu og í íslensku nútímamáli, • átta sig á sambandi málbreytinga og
tilbrigða, • geta gert grein fyrir megindráttum íslenskrar málsögu frá upphafi rit-
aldar til nútímans, • geta lýst helstu tilbrigðum í framburði, beygingum og setn-
ingagerð í íslensku nútímamáli á fræðilegan hátt, • hafa tök á að nýta sér þekkingu
sína á breytingum og tilbrigðum í ræðu og riti.“
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 420