Skírnir - 01.09.2015, Page 121
421um íslensk fræði
Lokaorð
Eins og ég hef þegar nefnt fer því fjarri að tungumál og bókmenntir
tiltekinna menningarsvæða séu óspennandi rannsóknarefni fyrir há-
skóla. Þótt almenn málvísindi og almenn bókmenntafræði, og aðrar
fræðigreinar sem þróast hafa, hverju nafni sem þær nefnast svo sem
menningarfræði og kvikmyndafræði og þýðingafræði, eigi rétt á sér,
er langt frá því að akademískar rannsóknir eða kennsla á bók-
menntum og máli tiltekinna menningarsvæða séu úrelt nálgun, enda
tíðkast þetta víða. Hér má aftur taka dæmi af Harvardháskóla. Sam-
kvæmt heimasíðu hans hefur enskudeildin 43 prófessora, bók-
menntafræðideildin (Comparative literature) liðlega 20, en mál -
vísindadeildin 8, og sérstakar deildir eru helgaðar menningar svæð -
um og menningarheimum, til dæmis keltneskum fræðum. Það eru
sem sé við Harvardháskóla meira en helmingi fleiri sem fást við
kennslu og rannsóknir á ensku (bæði bókmenntum og tungu) en
fást við „hreina“ bókmenntafræði, og meira en fimmfalt fleiri en
þeir sem helga sig almennum málvísindum. Þetta á sér augljósa
skýringu. Bókmenntafræði lifir ekki án bókmennta og bókmenntir
lifa ekki án tungumáls og þaðan af síður málvísindi. Málvísindi og
bókmenntir verða að hafa einhvern efnivið, texta til að rannsaka, og
eru í vissum skilningi stuðningsgreinar hvor annarrar til rannsóknar
á sama fyrirbrigðinu, mannlegri tjáningu og boðskiptum með
orðum. Bókmenntir er listræn boðskipti og daglegt mál er boðskipti
án meðvitaðra, listrænna tilþrifa.
Þegar efnum er stillt upp með þessum hætti verður ljóst að í
rauninni hefur ekkert breyst hvað það varðar að íslensk tunga,
hvernig svo sem hún er í hátt, gömul eða ný, og íslenskar bók-
menntir, íslensk saga og samfélag, er nærtækasta rannsóknarefni
Háskóla Íslands á sviði hugvísinda. Það yrði þess vegna hin mesta
öfugþróun ef Háskólinn yrði svo alþjóðlegur að hann legði þar allt
að jöfnu hvaðan sem það kemur af hnettinum og þrengdi að eða
legði jafnvel niður kennslugreinina íslensku eða íslensk fræði og
sneri sér í staðinn að almennum málvísindum og bókmenntum og
öðrum greinum sem hafa alþjóðlega eða almenna skírskotun. Og ef
íslenskir rithöfundar tækju upp á því að rita á erlendum málum
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 421