Skírnir - 01.09.2015, Page 126
Söfnun og flokkun kynþátta
Eitt lykilatriði eftirlendufræðanna er að draga athyglina að þver -
þjóðlegum tengslum sem mikilvægum hluta af sögu Evrópu um
aldir. Nicholas Dirks (1992) bendir á að í almennri söguskoðun um
tíma upplýsingarinnar sé oft litið framhjá því að heimsvalda- og
nýlendurekstur skapaði vettvang þar sem Evrópubúar gátu þróað
vísindalega hugsun og uppgötvanir. Kortlagning og flokkun fjöl-
breytileikans, þar sem fyrirbærum voru gefin nöfn og þau staðsett
undir yfirráðum Evrópubúa á margvíslegan hátt, skapaði þannig
frjóan vettvang fyrir þróun vísinda eins og við þekkjum þau í dag
(Dirks 1992: 4–6). Kynni Evrópubúa af öðrum heimshlutum, eins
og Pratt (1992: 4) gerir ítarlega grein fyrir, fól í sér nýjar leiðir til þess
að ímynda sér heiminn og hlutverk Evrópu í honum. Nýlendu-
stefnan var þannig ekki eitthvað sem gerðist „annars staðar“ heldur
hluti af sögu Evrópu (Gilroy 1993).
Sýning Ólafar Nordal í Listasafni Íslands 2012 rifjaði upp áhuga
Evrópubúa á að safna upplýsingum um framandi þjóðir, skrá og
flokka tegundir lífvera í heildstætt kerfi. Ferðir landkönnuða voru
þar mikilvægar en markmið þeirra voru í senn bæði vísindaleg og
hernaðarleg. Í slíkum ferðum var safnað upplýsingum um fjöl-
breytileika ólíkra hluta og lífvera í heiminum, samhliða því að
flokka þennan veruleika á ákveðinn hátt og skrifa ferðasögur af
kynnum sínum við fjarlæga heimshluta (Franey 2003: 112–115;
Hammond og Jablow [1970] 1990; Pratt 1992: 25–31). Landkönn -
uðir tóku með sér plöntur, steina, líkamshluta og jafnvel lifandi fólk
til að sýna þegar heim væri komið (Raby 1996). Sænski náttúru -
fræðingurinn Carl Linneus bjó til nýtt byltingarkennt flokkunar-
kerfi1 árið 1735 sem byggðist á fjölbreytni lífvera, og hafði Linneus
sjálfur reynslu af könnunarleiðöngrum þar sem hann hafði skoðað
plöntur, dýr og lifnaðarhætti fólks. Í fyrstu útgáfu Systema Natu-
rae um niðurstöður þessara rannsókna, sem var gefin út 1735, talar
Linneus um Homo sapiens sem hinn viti borna mann og Homo
monstrosus, skrímslamannveru. Í endurútgáfu verksins 1738 skipti
426 kristín loftsdóttir skírnir
1 Þar sem fyrra nafnið stendur fyrir ættkvíslina en hið síðara tegundaheitið.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 426