Skírnir - 01.09.2015, Page 128
Kynþáttahyggja (e. racism) fékk dýpra inntak á 19. öld í sam-
spili kenninga um þróun manneskju og samfélags þó að hugtakið
sjálft, „kynþáttur“ (e. race), hefði orðið til nokkrum öldum fyrr.
Fyrir þann tíma hafði vissulega mátt sjá aðgreiningu í „villimenn“
og „siðmenntaða“, en þær flokkanir byggðust á ólíkum afmörk-
unum og blönduðu saman því sem nú yrði talið vísa til þjóðernis-
hóps, litarháttar og fötlunar (Kristín Loftsdóttir 2006: 125–128). Í
bókinni Essai sur l’inégalité des races humaines (1853–55) má meðal
annars sjá nákvæmari útfærslu á hugmyndum Linneusar. Joseph
Arthur de Gobineau skipti þar kynþáttum í þrjá meginflokka,
svartan, gulan og hvítan, og gefur þar meðal annars til kynna að þar
sem hæfileiki hins svarta kynþáttar til hugsunar sé lítill sem enginn,
stjórnist hann af þrám og löngunum. Í anda kenninga þess tíma
veltir Gobineau fyrir sér hvort allt fólk heimsins eigi sér einn upp-
runa eða marga sem snýst í raun um það hvort um eitt og sama
mannkyn sé að ræða (de Gobineau 1915). Á einum stað vísar hann
í þýska heimspekinginn Christoph Meiners og vangaveltur hans í
bókinni Grundriß der Geschichte der Menschheit (1785) um að í
raun þyrfti bara að skipta mannkyninu í tvo hópa, þann fallega og
þann ljóta (de Gobineau 1915: 107). Þjóðhverfa þess tíma endur-
speglast vel í því að hvíti kynþátturinn sat einn í fallega hópnum en
allir aðrir voru skilgreindir ljótir. Með öðrum orðum, þegar Char-
les Darwin gaf út bókina The Origin of Species árið 1859 höfðu evr-
ópskir fræðimenn löngu áður reynt að skilja hvernig líffræðilegur og
menningarlegur fjölbreytileiki manneskjunnar væri til kominn og
velt fyrir sér hugmyndum um félagslega þróun (til dæmis Herbert
Spencer og Lewis H. Morgan).
Þó að kenningar um líffræðilega þróun manneskjunnar gæfu
þeirri hugmynd sterkari byr undir vængi víða um heim að hægt væri
að flokka mannkyn í aðgreinanlega kynþætti, reyndist engu að síður
erfitt að skilgreina nákvæmlega hvar landamærin lægju á milli ólíkra
kynþátta. Sá fjöldi flokkunarkerfa, sem búinn var til á þessum tíma,
ber vott um það (Pickering 2001: 125). Ólíkar fræðigreinar unnu
saman að því að undirstrika forræði hugmyndarinnar um kynþætti
og sköpuðu veruleika sem var sjálfsagður og mótaði það hvaða
spurninga var spurt og um hvað var efast. Þó að svartir einstaklingar
428 kristín loftsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 428