Skírnir - 01.09.2015, Page 134
þremur herbergjum þar sem sjá megi þá „dýrgripi“ sem hann kom
með frá Íslandi. Á sýninguna sé þeim boðið sem hugnast prinsinum
en á meðal sýningargripa megi sjá „myndir af nöktum konum.
Myndir þessar eru í fullri líkamsstærð og eiga að sýna konur þær
sem heiðraðar voru með keisaralegu samræði“ (Kjartan Ólafsson
1987: 107, þýtt úr dönsku af Kjartani). Þorleifur skrifar í framhaldi
af þessu að ætlunin sé að snúa Íslendingum til kaþólskrar trúar og
verið sé að undirbúa trúboðsleiðangur til Íslands en einnig vísinda-
leiðangur þar sem tækifæri gefist til að „senda dálítinn flota af her-
skipum og gufuskipum til Íslands“. Nokkrir Íslendingar hafi
„turnast“ og „[v]ið aumir Íslendingar erum þannig rétt lagalega
„opskjörtede“ eins og Grundtvig myndi orða það. Í sölunum í París
ræða menn um Ísland svo sem landið hafi nú þegar verið afhent
Frökkum til eignar“ (Kjartan Ólafsson 1987: 107). Hér má vera að
Þorleifur Repp hafi fengið óljósar fréttir af afsteypunum, eins og
Æsa Sigurjónsdóttir (1999: 13) hefur bent á en réttmæti upplýsinga
hans er ekki lykilatriði í þessu samhengi. Hér er á áhugaverðan hátt
sett hlið við hlið eignarhald Frakka á líkömum íslenskra kvenna,
sem sýnir, næstum kæruleysislega, konurnar sem herfang í hjarta
franska heimsveldisins, og ósk Frakkanna að eigna sér Ísland.
Í þessu sambandi er þó einnig freistandi að velta fyrir sér hvaða
merkingu það hafði fyrir Frakkana sjálfa að taka eða mála myndir
af konunum tveimur, Kristjönu Knudsen og Sezelju Þórðardóttur,
sem heimsóttu prinsinn í morgunverð á skip hans bæði í Dýrafirði
og í Reykjavík.
Við erum ekki eins og þau
Það má minna á að Íslendingar höfðu litla samúð með flestum
nýlenduþjóðum í lok 19. aldar og við upphaf þeirrar tuttugustu
nema þeir væru afkomendur evrópskra innflytjenda, til dæmis í
Suður-Ameríku og Suður-Afríku. Íslenskir menntamenn tóku jafn-
framt virkan þátt í fordómafullri umræðu um nýlenduþjóðir, eins og
sjá má í margvíslegum íslenskum heimildum á 19. öld. Í blaðinu Ís-
lendingur segir til dæmis árið 1862: „Villiþjó ðirnar í Afrí ku eru,
eins og menn vita, svartar á hú ð og há r; þeim þykja hinir hvítu menn
434 kristín loftsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 434