Skírnir - 01.09.2015, Page 135
435hlutgerving og kynþáttaflokkanir
ljó tir, og gjö ra ý mist að hræðast þá og flý ja fyrir þeim, eða sitja á
svikrá ðum við þá og rá ða þá af dö gum, ef þeir geta; hinir villtu menn
ganga því nær alls-naktir, hafa allir vopn“ („Kristniboð Davíðs
Living stones …“ 1862: 171). Þó mátti einnig greina samúð, sér-
staklega í samhengi þrælasölunnar eins og eftirfarandi ummæli endur -
spegla þar sem talað er um að þessir „aumíngjar“ séu „fluttir sem
vara á skipum frá Afríku til Vesturálfu, og þegar þángað kemur,
seldir á uppboðsþingum og reknir sem fjenaður hjá oss í kaupstaði
og sæta margir hverjir hinni vestu meðferð og pintíngum verri enn
óbótamenn, og sem engan rjett hefði til meðaumkunar eða mann-
legra rjettinda“ („Útlendar“ 1856: 35). Í sambandi við heimsókn
þjóðskálds Íslendinga, Matthíasar Jochumssonar, í Kristalshöllina í
London sem hann segir frá í bók sinni árið 1893,6 má sjá hann velta
fyrir sér tengslum okkar og þeirra og orð hans endurspegla mátt
kynþáttahugmynda í að skapa tvo andstæða hópa: „Í höllinni voru
til sýnis 50 svonefndar skjaldmeyjar sunnan frá Dahomy í Afríku;
voru þær úr varðsveitum svertingjakonungs þar; þær voru lágar
vexti, en fremur þreklegar, furðu ófríðar, grimmilegar á svip og eins
og miðja vegu milli apynja og mannlegra kvenna … Sé vort kyn allt
af einum ættstofni, hafa ættmenn slíkra skepna orðið æði-afskiptir“
(Matthías Jochumsson 1898: 103).
Þó má halda því fram að umræða um framandi þjóðir á Íslandi
hafi ekki svo mjög snúist um þær í sjálfu sér til að skapa tvenndar-
andstæðuna „við“ og „hinir“ sem eftirlendufræðin hafa lagt áherslu
á, heldur mun frekar um það að staðsetja Ísland sem hluta af
siðmenntaðri Evrópu (Kristín Loftsdóttir 2008: 181–182; Kristín
Loftsdóttir 2009). Í umræðu í Skírni, til dæmis á seinni hluta 19.
aldar, er Afríka oft nefnd án nokkurs áhuga eða án þess að fela í sér
umræðu um fólkið sem þar bjó, heldur snýr hún fyrst og fremst að
evrópskum landkönnuðum og því þrekvirki þeirra að brjóta undir
sig framandi lönd og þjóðir. Afríkuþjóðir og ríki verða þannig óljós
bakgrunnur sögunnar (Kristín Loftsdóttir 2008). Í tengslum við
menningarpólitík á Íslandi fjallar Ólafur Rastrick (2013) um mikil-
vægi þess fyrir ráða- og menntamenn fortíðar að staðsetja Ísland
skírnir
6 Sjá umfjöllun í Kristín Loftdóttir 2009: 288.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 435