Skírnir - 01.09.2015, Page 137
437hlutgerving og kynþáttaflokkanir
asar Jónssonar frá Hriflu ([1915]
1968: 15) stendur að Íslendingar
samanstandi af rjóma norsku
þjóðarinnar og kjarnmesta fólk-
inu sem til var í landinu. Merk-
ingu þessara texta þarf þó einnig
að lesa með hliðsjón af stöðu Ís-
lands á þeim tíma sem einkennd -
ist af fátækt og valdaleysi sé hún
borin saman við hinar stærri
þjóðir Evrópu.
Svo ég víki aftur að nýlendu -
sýningunni 1905 sem nefnd var
hér í upphafi og haldin var í
Tívolí í Kaupmannahöfn, er ekki
skrítið að Íslendingar hefðu lít-
inn áhuga á að vera þar kynntir
til sögunnar sem viðföng Dan-
merkur. Feminíska fræðikonan
Griselda Pollock beitir hug-
myndum franska heimspekings-
ins Michels Foucault til að sýna
að það sem sýnt er skipti ekki
meginmáli, heldur mun frekar
hvernig vald endurspeglist í því
hver geti horft á hvern og hver
sé viðfang hvers (Pollock 1994: 15). Áhrifamáttur sýninga á fólki á
tímum nýlendukapphlaups og kynþáttahyggju fólst í því hvernig
þær endurspegluðu og mótuðu ákveðinn skilning á heiminum, með
því að stilla fólki í ákveðna hópa og gera tengsl á milli þessara hópa
rökrétt og skiljanleg. Sýningar á fólki voru ekki nýmæli í Tívolí í
Kaupmannahöfn enda benti einn íslenski námsmaðurinn í Kaup-
mannahöfn á það í mótmælum sínum gegn því að Ísland tæki þátt í
sýningunni að í Tívolí hefðu átt sér stað sýningar „allt neðan frá
rottum og hundum upp til svertingja og annarra villimanna, oft ef
til vill stundum ofurlítið hærra upp. En flestar hafa þær sýningar
skírnir
Musée Islandique — Partie an-
térieure du torse, moulage du mem-
bre supérieur gauche, moulage du
membre inférieur droit de Pjetter
Thordorsen, 28 ans, né à Reykiavik,
pêcheur islandais. Framhluti bols,
afsteypa af vinstri handlegg, afsteypa
af hægri fótlegg Péturs Þórð arsonar,
28 ára, fæddur í Reykja vík, íslenskur
sjómaður.
Photo 115 × 90 cm. 2010.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 437