Skírnir - 01.09.2015, Page 139
439hlutgerving og kynþáttaflokkanir
Paul Gilroy hefur sýnt fram á er sú saga þegar allt kemur til alls
hluti af sögu „okkar“ — okkar í Evrópu — en ekki eingöngu fjar-
lægari hluta heimsins. Á hvaða hátt lifir þessi saga í samtímanum?
Hvernig sjáum við merkimiða eins og múslimi, innflytjandi eða
flóttamaður stimpla einstaklinga á svipaðan hátt og kynþáttahyggja
gerði, ásamt því að sækja merkingu sína í kynþáttahyggju fyrri
tíma? Á okkar tímum öðlast einstaklingar réttindi sem manneskjur
út frá lagalegri skilgreiningu á afmörkun þeirra sem hluta af hópi.
Ítalski heimspekingurinn Georgio Agamben (1995) hefur dregið
fram hvernig skilgreining einstaklinga sem flóttafólks felur í sér að
það hefur í raun verið svipt almennum grundvallarréttindum sem
manneskjur. Agamben bendir á að grundvallarmannréttindi ein-
staklinga, sem lögð er áhersla á að séu ófrávíkjanleg, séu þannig í
raun samofin flokkun einstaklinga sem borgara í ákveðnum
þjóðríkjum, sem það svo glatar við það að verða flóttamenn. Við
þurfum að spyrja hvernig fjölþættir merkimiðar samtímans endur-
skapa skotmörk fordóma og afmennskunar.
Sýning Ólafar, Musée Islandique, vakti einnig upp spurningar
um virðingu fyrir einstaklingum og söfnun gagna undir alsjáandi
auga vísindanna og notkun slíkra gagna í samtímanum. Hér má
draga fram aukið vald fyrirtækja nú á dögum sem hafa sinn her
markaðssérfræðinga og spyrja hvort þeir hafi smám saman tekið
yfir rými vísindamannsins eða að minnsta kosti krafist stöðu við
hlið hans. Sjónarhorn Ólafar og uppröðun ólíkra líkamsparta, þar
sem einstaklingar verða samsafn líkamsbúta eða upplýsinga í af-
steypuformi, minnir á þennan samtíma þar sem í síauknum mæli
má segja að „einstaklingar tak[i] ekki beinan „li kamlegan“ þa tt …
heldur einungis o beint með þvi að veita aðgang að upply singum um
sig“ (Vilhjálmur Árnason 2005: 432). Á meðan gögn eins og lækna -
skýrslur og ættartölur hafa þannig orðið eftirsóttar auðlindir (Gísli
Pálsson 2007: 168), má undirstrika að upplýsingar hafa einnig orðið
„verðmæti sem einkafyrirtæki nýtir sér á hlutabréfamarkaði“ (Vil-
hjálmur Árnason 2005: 430; sjá einnig Gísli Pálsson 2007: 168–172).
Þessi umræða dregur fram tengsl þess að safna upplýsingum og
lífsýnum af margvíslegu tagi við markaðsöfl samtímans sem sífellt
hafa þvingað fram erfiðari og flóknari siðferðileg álitamál. Eftirlit,
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 439