Skírnir - 01.09.2015, Side 163
463alþjóðleg mannréttindi
Í einum af nýrri samningunum, sem fjallar um réttindi fatlaðs fólks,
er fyrra atriðið áréttað með orðum eins og „óafsalanleg“, „algild“ og
„ódeilanleg“. Af orðalagi í sumum af samningum Sameinuðu þjóð -
anna má þó ráða að mannréttindi séu ekki öll jafn ófrávíkjanleg. Í
Alþjóðasamningi um borgaraleg og pólitísk réttindi segir til dæmis,
í 4. grein, að ríkjum sé heimilt að víkja frá ákvæðum samningsins ef
„um er að ræða almennt neyðarástand sem ógnar lífi þjóðarinnar
og slíku ástandi hefur verið opinberlega lýst yfir“ en svo er bætt við
að þó megi ekki víkja frá ákvæðum í nokkrum tilteknum greinum
sem tryggja meðal annars hugsana- og trúfrelsi og banna manndráp,
pyndingar, þrælaverslun og ólögmætar árásir á einkalíf manna,
heimili og heiður. Í Samningi gegn pyndingum og annarri grimmi-
legri, ómann legri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu er líka sér-
staklega tekið fram, í 2. grein, að aldrei megi „höfða til sérstakra
aðstæðna af nokkru tagi, svo sem ófriðarástands, ófriðarhættu,
ótryggs stjórnmálaástands innanlands, eða nokkurs annars almenns
neyðarástands til réttlætingar pyndingum“ (Mannréttindaskrifstofa
Íslands e.d.). Af þessum ákvæðum má ef til vill ráða að mannréttindi
skiptist í tvo flokka, þau sem heimilt er að víkja til hliðar í neyð og
þau sem skal virða hvernig sem á stendur.
Hvað síðarnefnda atriðið varðar telur Posner (2014: 151 o.áfr.)
upp um 300 mismunandi réttindi sem samningar Sameinuðu þjóð -
anna eigna fólki, en hefur þó þann fyrirvara á að sum þeirra kunni
að skarast eða hafa svipað innihald. Mörg þessara réttinda virðast
háð aðstæðum, eins og þróuðu efnahagslífi og hagvexti, og geta því
tæpast átt við undir öllum kringumstæðum. Þannig segir til dæmis
í 28. grein Samnings um rétt fatlaðs fólks að það hafi rétt til sífellt
batnandi lífsskilyrða og í 7. grein Alþjóðasamnings um efnahags-
leg, félagsleg og menningarleg réttindi segir að menn hafi rétt til frí-
daga á launum með vissu millibili (Mannréttindaskrifstofa Íslands
e.d.).
Þessi tvö einkenni á mannréttindahugsun nútímans sem hér
hefur verið lýst, fara illa saman. Það má jafnvel ganga svo langt að
segja að þau stangist á.
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 463