Skírnir - 01.09.2015, Síða 165
465alþjóðleg mannréttindi
stjórn sem slíkt gerir talar eins og það séu engin tromp heldur
spilað grand.
Ef réttindum fjölgar svo úr hófi fram að ómögulegt sé að virða
þau öll, þá verða þau aftur bitbein, eitthvað sem menn togast á um.
Hugsum okkur að sveitarfélag veiti íbúum sínum rétt á fullkomu ör-
yggi og heilbrigði eins og best verður á kosið, og þar með á íþrótta -
aðstöðu eftir þörfum hvers og eins, og umferðarmannvirkjum sem
standast ýtrustu kröfur. Barnið sem þarf lyftu í skólann sinn spilar
út trompi en það gera hinir, sem vilja fótboltavöll og malbik, þá líka.
Þegar öll spilin eru orðin tromp þá er í reynd spilað grand og ekki
um annað að ræða en að vega og meta hvaða hagsmunir eru mikil-
vægastir. Fjölgun réttinda getur dregið úr gildi þeirra og í versta falli
gert þau einskis virði. Þetta á jafnt við um alþjóðleg mannréttindi
eins og réttindi sem leiðir af ákvörðunum staðbundinna stjórnvalda.
Langt er síðan bent var á vanda sem fylgir fjölgun réttinda. Í
áðurnefndu greinasafni Raphaels er til dæmis grein eftir enska heim-
spekinginn Maurice Cranston (1967) þar sem hann segir að mann-
réttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hafi eyðilegt mann réttinda -
hugsjónina með því að telja allt of margt til mannréttinda. Síðan
hafa margir tekið undir þetta sjónarmið, til dæmis kanadíski stjórn-
málamaðurinn og sagnfræðingurinn Michael Grant Ignatieff sem
bendir á að fjölgun réttinda leiði ekki bara til þess að það verði of
dýrt að tryggja þau öll, heldur líka til þess að réttindi eins stangist
í vaxandi mæli á við réttindi annars. Ef það gerist, og engin for-
gangsröð réttinda er skilgreind, þá geta þau ekki virkað sem tromp
af neinu tagi. Ignatieff (2001: 20) segir að þegar kröfur sem stangast
á eru skilgreindar sem réttindi þá verði það ekki til þess að tryggja
þeim friðhelgi gegn pólitískum deilum og hagsmunapoti, heldur
verði deilur um þau aðeins enn erfiðari en þær þyrftu að vera. Hann
telur að kjarni mannréttindahugsjónarinnar sé að stöðva pyndingar,
barsmíðar, manndráp, nauðganir og árásir á fólk og þessum tilgangi
verði ekki þjónað með því að skilgreina fleiri og fleiri lífsgæði sem
mannréttindi (Ignatieff 2001: 173).
Allen Buchanan (2013: 286–292) ræðir þennan sama vanda, sem
hann kallar réttindaverðbólgu („rights inflation“), og bendir á að
mjög erfitt sé að standa gegn fjölgun réttinda sem leiði óhjákvæmi-
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 465