Skírnir - 01.09.2015, Page 167
467alþjóðleg mannréttindi
nútímans og áherslur sem henni fylgja. En svipaðar raddir hafa líka
heyrst hjá hugsuðum sem hljóta fremur að teljast róttækir en íhalds-
samir (sjá t.d. Douzinas og Gearty 2014). Raunar byrjar Williams er-
indi sitt á tilvitnun í bókina After Virtue eftir skoska heimspek -
inginn Alasdair MacIntyre. Sú bók sætti allmiklum tíðindum í
heimspekilegri siðfræði þegar hún kom út árið 1981 og hún þykir
enn róttækt rit. Í henni heldur MacIntyre (1985: 69) því fram að það
sé engu gáfulegra að trúa á mannréttindi heldur en nornir og ein-
hyrninga — þau séu siðfræðileg hindurvitni, fjarri öllum félags-
legum veruleika. Þótt ef til vill sé rétt að taka svona stórkarlalegum
fullyrðingum með hæfilegum fyrirvara virðist óhjákvæmilegt að
samþykkja það sem Ignatieff (2001: 67) og margir aðrir benda á, að
margvíslegt tal um mannréttindi gerir ráð fyrir einstaklingshyggju.
Að baki því býr mynd af samfélagi manna eins og það sé myndað
úr einstaklingum sem tengjast í heild af því að þeir hafa sameigin-
legt ríkisvald. Þeir sem vefengja einstaklingshyggju af þessu tagi líta
fremur svo á að samfélag sé myndað úr mörgum minni samfélögum:
Fjölskyldum, vinnustöðum, skólum, félögum, þorpum, starfsstétt -
um og svo framvegis. Þessi minni samfélög eru svo vitaskuld mynd -
uð úr mennskum einstaklingum sem hver um sig tilheyrir mörgum
slíkum, en er jafnframt mótaður af þeim.
Skýrasta greinargerðin sem ég þekki fyrir þessari mynd af stóru
samfélagi sem flóknu samspili margra smærri er í ritum bandaríska
heimspekingsins Johns Dewey. Í einni bóka sinna, The Public and
its Problems, sem út kom 1927, ræðir Dewey um einstaklingshyggju
átjándu aldar og náttúruréttarkenningar sem tengdust henni. Hann
segir að þessar hugmyndir hafi á sínum tíma gagnast til að setja vald-
höfum skorður en þær séu samt langt frá því að vera vandræða -
lausar. Að mati Deweys var helsti ágalli þeirra sá að þær sýndu
mennina sem einstæðinga andspænis ríkisvaldinu en horfðu fram
hjá þeim mörgu minni heildum sem menning okkar er gerð úr
(Dewey 2012: 88). Varnaðarorð Deweys um að upplausn smærri
samfélaga geri menn að einstæðingum enduróma í skrifum margra
þeirra sem vefengja ríkjandi einstaklingshyggju nú um stundir. Til
dæmis lýsir belgíski stjórnmálafræðingurinn Chantal Mouffe (2014)
togstreitu mannréttinda við samfélagsleg gildi á þá leið að áhersla á
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 467