Skírnir - 01.09.2015, Page 177
477mánasteinn í grimmdarleikhúsi
Spænska veikin kom til Íslands með skipum. Fyrsta bylgjan kom
með skipum frá Englandi og Danmörku 9. júlí 1918. Fólk veiktist
en flensan var væg. Þeir sem sýktust í þessari fyrstu bylgju smit -
uðust ekki af annarri og mun hættulegri bylgju veikinnar sem kom
bæði úr austri og vestri, frá Bandaríkjunum 19. október og með
farþegaskipinu Botníu frá Danmörku til Reykjavíkur 20. október.
Guðmundur Björnsson landlæknir skrifaði nokkrar greinar í Morgun -
blaðið til að fræða fólk um flensuna. Hann byggði niður stöður sínar
á fyrstu bylgju veikinnar og taldi enga ástæðu til að koma upp far-
sóttarvörnum, loka opinberum samkomustöðum o.s.frv. Hann
spaugaði meira að segja með veikina í grein sinni 31. október og
sagði að vægar flensur yrðu ekki dramatískari þótt þær væru kall -
aðar útlendum nöfnum. Greinin birtist 3. nóvember og sama dag
dó fyrsta fórnarlamb flensunnar sem þá hafði borist hratt um bæinn
þann hálfa mánuð sem hún hafði fengið að breiðast út án þess að
nokkuð væri að gert.5 Veikin dreifðist mjög hratt út eftir það. Menn
vissu ekki hvernig hún smitaðist en það gerði hún gegnum öndun-
ar færi, hósta, hráka og snýtingar.6 Þegar fréttir bárust af ástandinu
í Reykjavík brugðust menn við og lokuðu samgöngum til Norður-
lands og Austurlands, yfir Holtavörðuheiði og við Jökulsá á Sól-
heimasandi. Þeir landshlutar auk hluta af Vesturlandi sluppu þar
með við veikina (Magnús Gottfreðsson 2008: 740).
Í Reykjavík bjuggu 15.328 manns, í nóvember voru 3142 skráðir
veikir, það voru hinir veikustu, en skráning var ófullkomin og talið
er að 10.000 manns hafi verið orðnir veikir í lok nóvember. Frá því
í október og fram í desember dóu 248 manns í Reykjavík, 520–540
manns á landinu öllu eða 5.7% sýktra.
Miðað við umfang og afleiðingar þessarar skelfilegu veiki hefur
furðulítið verið um hana rætt og hún lítið rannsökuð læknisfræði -
lega, sagnfræðilega og menningarlega. Þegar Magnús Gottfreðsson
skírnir
5 Landlækni var legið mjög á hálsi fyrir þessa afstöðu, margir áttu um sárt að binda
og réðust af heift á hann í dagblöðum eftir harmleikinn og Páll V. G. Kolka segir:
„Gekk þetta jafnvel svo langt, að hvað eftir annað var gerð tilraun til að kveikja í
húsi hans …“ Sjá Viggó Ásgeirsson 2008: 109.
6 Þorkell Jóhannesson (2008) hefur í grein haldið til haga ýmsum upplýsingum um
störf lækna í spænsku veikinni.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 477