Skírnir - 01.09.2015, Page 178
ritar um hana í Læknablaðið árið 2008 telur hann upp fyrri rann-
sóknir sem eru einn bókarkafli á ensku, ein vísindagrein um ætt-
lægni dauðsfalla af völdum veikinnar auk tveggja sagnfræðilegra
greina, önnur er stutt um neyðarhjálp, hin er löng og ítarleg grein
Viggós Ásgeirssonar „Engill dauðans“ sem birtist í tímaritinu Sögu
árið 2008.7 Grein Viggós er byggð á BA-ritgerð hans í sagnfræði frá
árinu 2007 og heimildamynd sem hann gerði um veikina árið 1998.
Viggó nefnir nokkrar ævisögur sem hafa að geyma lýsingar á veik-
inni en þær eru keimlíkar að hans sögn.8
Mánasteinn
Máni Steinn er hommi, sextán ára, illa læs og ekki í skóla. Hann er
vinalaus og einangraður enda gerir hann sér far um að hafna öðru
ungu fólki áður en það hafnar honum. Hann er munaðarlaus, býr hjá
ömmusystur sinni á óeinangruðu háalofti og þar er ískalt eins og
vænta má frostaveturinn mikla. Mána Steini er sama um alla nema
ef vera skyldi Sólu Guðb-, millistéttarstelpu sem hann dáist að,
laðast að og eltir um bæinn ef hann getur. Hann veit allt um hana og
hún er músan hans. Þau eru Sól(a) og Máni en ekki andstæður eins
og þessir ljósgjafar heimsins eru í austurlenskum trúarbrögðum.
Þau eru frekar eins og Sól og Máni í norrænni goðafræði, systkinin
sem draga himintunglin, hún fer á undan honum en hann eltir hana
eins og nóttin eltir daginn. Hvort þeirra veit ýmislegt um hitt en
hvað eiga þau sameiginlegt?
Kannski það að hvorugt þeirra vill vera alfarið í kyngervum
sínum. Hún kann betur við sig á bíl eða í leðurgalla á mótorhjóli
sínu en á íslenskum búningi. Hann vildi vera hún eða eins og hún
sem háskakvendið Irma Vep. Máni Steinn veikist í fyrstu bylgju
spænsku veikinnar (25) og því lifir hann af aðra bylgju hennar.
478 dagný kristjánsdóttir skírnir
7 Heimildir Magnúsar Gottfreðssonar eru eftirfarandi: Gottfredsson 2008; Gott-
fredsson, Halldórsson, Jónsson o.fl. 2008; Viggó Ásgeirsson 2008; Bragi Þor-
grímur Ólafsson 2008; Þorvaldur Thoroddsen 1919.
8 Heimildir Viggós eru eftirfarandi: Viggó Ásgeirsson 2007; Guðjón Friðriksson
1991–94; Gísli Jónsson 1968; Illugi Jökulsson o.fl. 2000.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 478