Skírnir - 01.09.2015, Síða 179
479mánasteinn í grimmdarleikhúsi
Þó verður hann mjög veikur, fær háan hita og „surreal“ martröð
þar sem honum finnst hann vera eins og slytti, blóðlaus og bein-
laus, og þvottakonurnar í Reykjavík taka hann, þvo hann upp úr
bala, vinda hann í taurúllu og hengja upp á snúru með öðrum
þvotti. Þá kemur Sóla, tekur hann ofan af snúrunni og klæðir sig
í hann. Þau renna saman, tvö kyn í einum líkama, umbreytinga-
kyn, trans-kyn.
Áhugi þeirra hvors á öðru er afar narsissískur og þau spegla sig
að einhverju leyti hvort í annars tvöfalda lífi sem hitt þekkir. En
þótt þau séu systkinasálir, getur ekkert rofið hina fullkomnu ein-
semd drengsins. Þau tvö eru valin til að aðstoða lækninn Garibalda
við sjúkravitjanir og sjúkraflutninga þegar plágan er verst. Orða -
laust veit Sóla Guðb- hvers vegna Mána Steini bregður svo mjög við
að sjá þann ljúfasta af gömlu „kónunum“ sínum dauðvona og
niðurlægðan af ljótleika drepsóttarinnar: „Og þar í rökkrinu fylgist
Máni Steinn með stúlkunni leggja styrkjandi hönd á öxl hans. Svo
kunnug er hún ferðum reykvískra kvöldgöngumanna í Öskjuhlíð.
Hann veit allt um hana, hún veit þetta eina um hann“ (88). Auð vitað
veit hún meira um hann en „þetta eina“ en hún veit samt ekki
leyndarmálið sem hann geymir best og í lokin, áður en hann yfir-
gefur eyjuna, segir hann henni það þó hann hafi heitið ömmu sinni
að segja það engum.
Máni Steinn horfir út á Laugarnestangann, eina staðinn í bænum sem drep-
sóttin lét ósnortinn, og skyndilega finnst honum að áður en þau Sóla Guðb-
kveðjist í síðasta sinn verði hann að segja henni eitthvað um sjálfan sig.
Hann bendir á reisulega timburbyggingu á tanganum.
— Þarna bjó ég fyrsta árið eftir að ég kom til bæjarins.
Stúlkunni er brugðið.
— Á Holdsveikraspítalanum? (114–115)
Holdsveiki er einn elsti sjúkdómur sem gefið hefur verið nafn og
skilgreindur sem félagslegt vandamál. Hann er jafnframt sú veiki
sem menn hafa óttast hvað mest. Í Biblíunni er oft minnst á hann og
settar reglur eins og þessa: „Hinn holdsveiki, sá sem sýktur er, skal
klæðast rifnum klæðum, hár hans skal vera óhirt og hann skal hylja
skegg sitt. Hann skal hrópa: „Óhreinn, óhreinn! Hann er óhreinn
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 479