Skírnir - 01.09.2015, Page 181
481mánasteinn í grimmdarleikhúsi
magnar kvikmyndaaðsókn sína með vændi. Hann sér allar myndir
sem sýndar eru og sumar aftur og aftur. Sóla Guðb- er líka kvik-
myndafíkill og þegar Máni Steinn sér hana fyrst ber hana í hvíta
tjaldið og hún rennur saman við mynd leikkonunnar fögru Musi-
dóru sem leikur Irmu Vep í kvikmynd Louis Feuillade Les Vamp-
ires frá 1915–16 en það er uppáhaldsmynd Mána Steins. Þau Sóla
deila sama heiminum í Nýja eða Gamla bíói en tala aldrei saman.
Árið 1906 hafði Reykjavík Biografteater verið tekið í notkun en
eftir að Nýja bíó hafði verið opnað 1912 fékk Biografteatret nafnið
Gamla bíó. Það reyndist vera markaður fyrir bæði kvikmyndahúsin
í 14–15.000 manna bæ. Árið 1915 voru 600 sýningar í bíóunum
tveimur og 90 frumsýningar á þöglum myndum með píanóundirleik
í Nýja bíói yfir árið (Eggert Þór Bernharðsson 1999). Borgararnir
ömuðust við þessum samkomum, þusuðu yfir óhollum áhrifum
myndanna á óharðnaða unglinga, þeir syrgðu menningarlegt for -
ræði sitt, og ósköpuðust í blöðunum yfir siðspillingu sem tíðkaðist
í skjóli myrkurs í bíóunum. Það var hart í ári, kolaskortur og at-
vinnuleysi, og þeim fannst að alþýða manna ætti ekki að eyða pen-
ingum í bíó — en það gerði fólk nú samt.10
Í Mánasteini er vitnað í blaðagreinina, „Kvikmyndir og sálar-
mein“ sem á að hafa birst í Landinu 23:1916, en þar predikar
Doktor Garibaldi Árnason um siðspillandi áhrif kvikmynda á fólk
því þær dilli afbrigðilegum hvötum þess og gægjuþörf. Garibaldi
segir að eins og kvikmyndin stækki upp og beini sjónum að ein-
stökum líkamshlutum og einkennum, augum, vörum, örmum og
fótleggjum leikarans í „ítrekuðum þröngmyndum“ (91) og breyti
líkamspörtunum í blæti, verði áhorfandinn sólginn í yfirborðið og
ásýndina en loki augunum fyrir því að allt séu þetta skuggar á hell-
skírnir
10 Sautján árum síðar er Guðmunda Elíasdóttir frá Bolungarvík 16 ára, flutt til
Reykjavíkur og orðin yfir sig hrifin af Roberto Navarro: „… hann og aðrar glæsi-
legar stjörnur lýstu upp fábrotna tilveru okkar í myrkum sölum bíóanna. Það
kostaði 50 aura að láta draumana rætast og þá peninga sparaði ég. Áður en ég
tók að vinna fullum fetum sat ég lon og don sem barnapía og þénaði peninga til
að komast í bíó. Ég lá á þessum peningum sem ormur á gulli, aðeins ein hugsun
komst að: missa ekki af neinni mynd. Ég var bíósjúk. Ný veröld opnaði sig, og
þvílík veröld!“ (Ingólfur Margeirsson 1981: 42).
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 481