Skírnir - 01.09.2015, Síða 182
isvegg, ekki frummyndirnar. Eins og fiðrildið leiti áhorfandinn í
ljósið en það sé ekki heitt og hann brenni ekki upp eins og fiðrildið
heldur komi aftur og aftur til baka, sólginn í gervilíf silfurskjásins.
Mánasteinn horfir á heiminn eins og kvikmynd, stuttar senur
eða örmyndir sem hann fellir saman í huganum eins og þjálfaður
klippari. Í flóknum og glæsilegum vísunum bókarinnar er bent á
hliðstæðurnar milli splundrunar sjúkdómsins á líkamanum og lista-
mannsins á framsetningu hans. Ef hughyggja 19. aldar hafði sýnt
mannslíkamann sem heildstætt sköpunarverk þar sem allt styður
hvað annað í náttúrulegri reglu sýndi spænska veikin skýrt hvernig
þessi regla er bara hugmynd meðal hugmynda, líffærin geta ráðist
hvert á annað og líkaminn reynist veikur, splundraður, stjórnlaus.
Heimur þöglu myndanna er marg-brotinn, og brotin sjáanlega
tengd saman. Hann er þögull og kaldur og í mótsögn við sjálfan sig
eins og vitund Mána Steins sem skoðanabræður Garibalda og sam-
félag betri borgara vilja ekki vita af.
Bíóunum er lokað, bæði vegna smithættu og vegna þess að
sýningarmaðurinn er veikur, tónlistarmennirnir líka, þöglu mynd-
irnar verða annarlegar og dapurlegt fyrir áhorfendur að sitja og
hlusta hver á annars hósta. Máni Steinn og Sóla fá það hlutverk að
sótthreinsa kvikmyndahúsin með klórgasi að kvöldi 26. nóvember
1918. Þá er það versta raunar afstaðið og hundruð manna lágu í
valnum.
Í Mánasteini verður spænska veikin örlagavaldur í lífi drengs-
ins. Þegar hún nær hámarki sínu 11.–15. nóvember er Sóla Guðb-
kölluð inn til að verða bílstjóri Garibalda Árnasonar, eins af fáum
læknum bæjarins sem enn eru á fótum og Máni Steinn er líka
kallaður til að aðstoða og bera lík því að hann er ungur og sterkur
og hefur þegar fengið veikina. Í níu daga vinna þau með lækninum,
fara í vitjanir og sjá trámatískar sviðsmyndir, stúlku sem hefur legið
bjargarlaus í sama herbergi og dauðir foreldrarnir í 13 daga, deyjandi
konur að fæða andvana börn, sjúklinga sem liggja í einni kös og
engjast af kvölum, hósta og þorsta (84). Sjúkdómurinn er lýðræðis-
legur og gerir ekki mannamun. Hann ræðst jafnt á háa sem lága,
vald og virðingarstaða skiptir engu andspænis dauðanum, níhíl-
isminn ræður ríkjum. Máni Steinn bregður ekki svip hvað sem fyrir
482 dagný kristjánsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 482