Skírnir - 01.09.2015, Page 184
í hreina skelfingu og það sama gerir leikhúsið, alvöru leikhús raskar
ró okkar, knýr fram allt það sem er bælt og bannað, dimmt, af-
brigðilegt og ofstopafullt en úr því efni eru allar miklar goðsögur
gerðar. Leikhúsið er smitandi eins og plágan. Áhorfendur munu
gleyma hversdagslegum áhyggjum því að hér snýst málið um líf eða
dauða og þess vegna hvorki getur né vill grimmdarleikhúsið hlífa
þeim. Markmiðið er að leysa úr læðingi órökræna krafta, höfða til
tilfinninga og kennda, ekki skynsemi eða raka. Grimmdarleikhúsið
vill virkja möguleika myrkra afla og ofsafenginna, ótta og hömlu-
leysis og orkan sem þannig losnar úr læðingi leiðir til hreinsunar og
upprisu nýrrar manneskju. Sá sem lifir af verður aldrei samur.
Það er ekki löng leiðin til Nietzsche í þessum kenningum en
óvæntara er að tengja þær við franska efnafræðinginn Louis Pas-
teur (1822–95) og örveirufræði hans. Eins og kunnugt var varð hann
fyrstur til að finna upp bólusetningu og gerilsneyðingu og hann var
einn þriggja upphafsmanna sýklafræðinnar.12 Hann hrakti við -
teknar kenningar um að sjúkdómar gætu verið sjálfsprottnir og
sýndi fram á að allar sýkingar ættu sér utanaðkomandi orsök af ein-
hverju tagi. Margs konar kenningar voru í umferð um uppruna og
miðlun sjúkdóma og kenningar Pasteur um að örveirur bæru smit
milli manna voru umdeildar í byrjun en gagnrýnin hljóðnaðí þegar
bólusetningar komu gegn hverri hættulegri veikinni á fætur annarri
á árunum 1880–1905.
Þessar uppgötvanir á sviði örveiru- og sýklafræði höfðu að sjálf-
sögðu gríðarleg áhrif á samskipti manna og hugsun um mannleg
samfélög og umgengni. Hverjar voru smitleiðir sjúkdómanna og
hvað bar að hafa fyrir satt? Margir þóttust missa spón úr aski sínum,
kirkjan, lögin og aðrir sem hagsmuna áttu að gæta.
Leikritið Afturgöngur eftir Henrik Ibsen (Gjengangere,1881)
orsakaði hrylling og reiði áhorfenda af því að leikritið sýndi hvernig
hinn látni góðborgari, Alving kammerherra, hefur sýkt einkason
sinn af sárasótt sem dregur hann til dauða í leikritinu. Þetta verk
var löðrungur í andlit valdamikilla karla undir lok 19. aldar sem
héldu gangandi tvöföldu siðferði og sýktu bæði konur sínar og
484 dagný kristjánsdóttir skírnir
12 Hinir efnafræðingarnir voru Ferdinand Cohn og Robert Koch.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 484