Skírnir - 01.09.2015, Page 188
sónulegu sögu. Samfélagið er í aðalhlutverki, opinber heilsa skiptir
meira máli en heilsa einstaklings. Hún segir:
Við erum vön því að sagan sé sögð af þeim sem eftir lifðu. Við búum í
menningu minninga og sjúkrasagna, sagna af játningum og vitnaleiðslum,
sannleika og sáttum. En árið 1918 horfði þetta ekki svona við. Sagan af sjálf-
inu var sjaldan sögð opinberlega — eða yfirleitt, einkum og sér í lagi ef hún
fól í sér einkamál eins og líkamlega þjáningu. (Belling 2009: 57)
Belling talar um að ofsi sjúkdómsins hafi kollvarpað fólki, það hafi
misst tengsl við tíma og veruleika og muni ekki tímabilin sem voru
undirlögð sjúkdómnum, þau séu súrrealísk og þegar það komi til
sjálfs sín geti það ekki sagt frá veikindunum án þess að það virki
eins og bull á þá sem ekki hafi reynt hið sama. Fólki hafi líka fund-
ist allt vera breytt og það sjálft ekki sömu manneskjur og áður (63).
Vanhæfni sálarlífsins til að skrásetja trámað og vanhæfni tungu-
málsins til að lýsa því birtast best í því að trámanu er hafnað, það er
ekki til, það tilheyrir þögninni. Svo deyja minningarnar með fólk-
inu og kynslóðunum og eyðast þar með úr menningarminni þjóðar-
innar.
Skáldsaga eins og Mánasteinn er hliðstæð við leikhús grimmd-
arinnar, gengur fram af lesendum og hlífir þeim ekki við að ganga
gegnum upplausn og skelfingu til að sýna hvað skiptir máli. Til þess
er notuð þrauthugsuð frásagnartækni og sambland af staðreyndum
og tilbúningi sem lætur Doktor Garibalda, Mána Stein og Sólu
Guðb- vinna hlið við hlið í baráttunni gegn illsku hins tilgangslausa
dauða.
Á fullveldisdaginn 1. desember mætir Mánasteinn augum mat-
róss á herskipinu sem færir Íslandi fullveldið. Danski matrósinn
myndarlegi fylgir honum inn í járnvörulager Frönsku verslunar-
innar þar sem þeir hafa villtar og langar samfarir á meðan hátíðar-
dagskráin fer fram og þjóðsöngvar Danmerkur og Íslands eru
sungnir, en á stund fullnægingarinnar er lagerdyrunum sparkað upp
og örvæntingaróp berst frá dyrunum: — Nej, Mogens, for helvede,
hvad laver du? og — Helvítis ógeð er þetta! (103). Mánasteinn er
rotaður, lokaður inni og loks sendur úr landi með fyrsta skipi —
því að hið nýfrjálsa Ísland getur ekki tekið áhættuna af því að ein-
488 dagný kristjánsdóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 488