Skírnir - 01.09.2015, Page 195
495falskennandi eða einherji sannleikans?
ráðast þeir harkalega á kenningar Magnúsar um Jóhannesarguð -
spjall og kalla bókina villurit. Magnús þykist vita að hér séu á ferð -
inni íslenskir guðfræðingar, bregst illa við og svarar þeim af hörku.
Í viðbrögðum hans kemur fram sú athyglisverða afstaða að mikil-
vægt sé að villurit séu lesin og vitnar í Ársrit presta í Þórnesþingi sér
til stuðnings:
Það er aðgæzluvert um villubækurnar, að þó margt í þeim sje villa og
ósannindi, þá er það þó ekki allt, heldur er villa og sannleiki í flestum þeirra
hvað innanum annað … þá hafa bækur þeirra haft að geyma ýmsar hugs-
anir og lærdóma, sem annars hefðu falizt, og hafa þannig beinlínis aukið
þekkinguna og auðgað vísindin að nýju, áður óþekktum hugmyndum.4
Magnús heldur áfram í anda málfrelsishugmynda Johns Stuarts Mill
og vitnar frekar í rit prestanna í Þórsnesþingi sem hafa augsýnilega
verið hallari undir nútímalegar hugmyndir en hinir forstokkuðu
andmælendur Magnúsar:
Villuritin hafa þannig gefið tilefni til, ekki einungis að mörg áður óþekkt
sannindi hafa fundizt og leiðst í ljós, heldur hafa þau vakið menn til að virða
og meta sannleikann eins hann á skilið og finna ný vopn til að verja hann
með, þegar hin eldri reyndust orðin of sljó og bitlítil, og þannig um leið
bæði æft sálargáfur manna og hjálpað til að sannleikurinn geymdist betur
eptir en áður.5
Fleiri harðorðar greinar um villurit Magnúsar um Jóhannesar guð -
spjall birtust á tímabilinu. Til að mynda er grein eftir Gamlan klerk
á Vesturströndum sem sér Satan sjálfan í Magnúsi. Greinin ber
yfir skriftina „Vaktið yður fyrir fallskennöndum, sem koma til yðar
í sauðaklæðunum, en hið innra eru þeir glepsandi vargar“ (Matt. 7,
15). Í greininni segir klerkurinn meðal annars:
Það er í augum uppi … að það er hjer ekki einasta við hold og blóð Magn-
úsar að berjast, heldur við myrkranna illsku anda, af hverjum heil legio
hefir farið í Magnús Eiríksson, og brúkað hann sem blint verkfæri gegn því
guðspjalli, sem þeim er verst við, í þeirri þeim gleðiríku von, að lukkist
fyrir hjálp Magnúsar að hrekja sannleika þessa guðspjalls … þá muni ei
skírnir
4 Magnús Eiríksson 1865: 7, tekið úr Prestarnir í Þórnesþingi 1846: 23.
5 Magnús Eiríksson 1865: 7, tekið úr Prestarnir í Þórnesþingi 1846: 24.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 495