Skírnir - 01.09.2015, Qupperneq 198
Sigurðar og Baudoins. Hann sakar Sigurð um að hafa fordómafullar
skoðanir á öllu því sem ekki samræmist boðskap kirkjunnar og því
sé gagnrýni Sigurðar ekki byggð á vísindalegri rannsókn heldur á
kreddulegum fyrirfram mótuðum skoðunum hans. Magnús segir
um Sigurð:6
[H]ann veit fyrirfram, að allt, sem „Villumennirnir“ segja, er vitlaust og
ókristilegt, þó það reyndar optast nær sé það skynsamasta og guðlegasta.
S. M. er nú, hvort eð er, einusinni orðinn þræll Kirkjunnar … og því verður
hann að álíta það alt villu og lýgi, sem ekki er samkvæmt lærdómi hennar,
en allt það satt og rétt, sem hún hefur viðtekið. (Magnús Eiríksson 1868: 2)
Magnús endar bók sína á þessum orðum:
Það væri óskandi að þeir Íslendíngar, sem lesa þenna ritlíng, vildu yfirvega
þetta mál á skynsamlegan og guðlegan hátt, og ekki láta villu undanfarinna
alda blinda sig svo mjög, að þeir geti ekki séð sannleikann. Menn þurfa og
eiga hvorki að trúa á nokkurt mannfélag, nokkra bók eða nokkurn
mann, hvað góður sem hann hefur verið, — því það er allt afguða -
dýrkun — heldur að eins á hinn eina, sanna, lifanda guð, og þetta er „það
eilífa evangelium“, sem Jóh. postuli talar um (Opinb. 14, 6). (Magnús Ei-
ríksson 1868: 118)
Hér kemur í ljós frjálslynd hugmynd Magnúsar um sannleiksleitina
og sú afstaða sem hann hafði til kennivaldsins í anda Kierkegaards.
Magnús Eiríksson fékk ekki aðeins gagnrýni frá kaþólskum og
lúterskum guðfræðingum. Nafni hans, Magnús bóndi Einarsson í
Skáleyjum, ritaði stutta bók (72 bls.) gegn honum undir heitinu
Nokkrar athugasemdir gegn Magnúsi Eiríkssyni m.fl. Í samhengi
viðtökusögu Magnúsar Eiríkssonar á Íslandi er það athyglisvert að
Magnús Einarsson talar um sig sem málsvara bænda og íslenskrar
alþýðu sem sé að berjast gegn útbreiðslu rita Magnúsar á Íslandi.
Vjer bændurnir höfum líka fullt frelsi, eins og lærði flokkurinn, til að viður-
kenna vora trú opinberlega, og taka til máls, gegn þeim sem hæða, spotta
og svívirða Guð, og hans heilögu andlegu opinberun, og vilja leiða oss og
alla menn afvega á götu lyganna til hnekkis og svívirðingar … (Magnús
Einarsson 1867: 65–66)
498 vilhjálmur árnason og jón b. pálson skírnir
6 Hér er feitletrað það sem Magnús leggur áherslu á með því að setja bil milli stafa.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 498