Skírnir - 01.09.2015, Page 200
ans, til að spilla kristninni [Leturbreyting VÁ og JBP]. (Magnús Einarsson
1867: 63–64)
Magnús Eiríksson virðist ekki gera neina tilraun til að svara þessari
bók og hennar er ekki getið í bók hans gegn Baudoin sem kom út
1868, ári eftir að rit Skáleyjarbóndans birtist. Aftur á móti svarar
Dr. Jón Hjaltalín landlæknir bókinni, ekki til að verja kenningar
Magnúsar Eiríkssonar heldur í því skyni að vara við „guðfræðisleg -
um skottulæknum“ á þeim grunni að Biblían verði „að vera rétt
skilin“ (Jón Hjaltalín 1868: 81). Jón telur Skáleyja-Magnús vera
dæmi um slíkan skottulækni.
Magnús Einarsson svarar Hjaltalín landlækni og sakar hann um
að vera málsvara Magnúsar Eiríkssonar sem eigi eftir að koma
honum í koll. Hann segir:
Það bætir lítið hugsunarhátt manna, þó aðrar eins greinir og þessi skepna,
sé ritaðar, og eg get sagt doktornum það, að hann ávinnr sér enga virðíngu
hjá þjóðinni fyrir þessa grein, því menn munu þykjast sjá það á henni, að
doktorinn dratti eptir M. Eiríkssyni í trúarefnum. Hann ætti því aldrei að
láta sjást eptir sig þessháttar rit, svo hann geti haldið þeim heiðri, og virðíng,
sem þjóðin að verðugleikum ber fyrir honum, sem yfirlæknínga doktori
landsins. (Magnús Einarsson 1868: 139)
Hér sést að það er orðin einskonar móðgun að vera sagður liðs -
maður Magnúsar Eiríkssonar. Annað athyglisvert dæmi um hvernig
það að vera liðsmaður Magnúsar Eiríkssonar er sögð vera hin versta
skömm á Íslandi á þessum tíma eru pólitískar ásakanir sem Oddgeir
Stephensen varð fyrir. Oddgeir var forstöðumaður hinnar íslensku
stjórndeildar í Kaupmannhöfn og var einn 21 Íslendinga sem undir-
rituðu stuðningsyfirlýsingu við Magnús þegar deilurnar um rit hans
stóðu sem hæst. Þann 22. október 1868 var skrifuð harðorð grein af
Austanvjera (manni að austan) gegn stjórnarháttum Oddgeirs í
Norðanfarameð fyrirsögninni „Fiskveiðafjelagið danska“. Greinin
endar á eftirfarandi orðum um Oddgeir:
Sagt er að hann sje mesti þrándur í götu fyrir stjórnarfrelsi voru … Tilvalið
væri að fá slíkan mann fyrir ráðgjafa, sem heldur við kláðanum sunnlenzka,
500 vilhjálmur árnason og jón b. pálson skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 500