Skírnir - 01.09.2015, Page 201
501falskennandi eða einherji sannleikans?
ver fje og hyggjuviti sínu til að eitra hvalina umhverfis Ísland, og svo sem
í ofanálag að forsvara M. Eiríksson. ([Austanvjeri] 1868: 57)
Þrátt fyrir þessa miklu og harkalegu andstöðu sem Magnús mætir
á Íslandi fyrir rit sín, er ekki aðeins að finna neikvæð ummæli um
rit hans eftir Íslendinga. Áður en gagnrýnisaldan fór af stað birtust
tvær fregnir, annarsvegar í Skírni og hinsvegar í Norðanfara, þess
efnis að bók Magnúsar um Jóhannesarguðspjall sé nýlega komin út
og fjallað er stuttlega um hana á jákvæðum nótum. Í miðri illdeil-
unni undirrita einnig 21 Íslendingar í Kaupmannahöfn áðurnefnda
stuðningsyfirlýsingu við Magnús Eiríksson þar sem þeim finnst illa
vegið að Magnúsi á Íslandi af mönnum kirkjunnar. Þar segir meðal
annars:
… oss þykir þjóð vorri gjöra hneysa með forsi og fárskaparmælgi, slíkri er
sumir af andlegu stjettinni, heima hafa beitt á móti honum á prenti … Vjer
verðum að láta það til vor taka, er vjer sjáum saur orpið á mannorð þess
manns, er vjer allir unnum og virðum, en er hver þess hugljúfi, er kynningu
hefir af honum. (Konráð Gíslason o.fl. 1865: 61)
Auk þess má nefna að nokkrir Íslendingar í Kaupamannahöfn þýða
lofsamlegan dóm um rit Magnúsar úr þýsku blaði (Hamburger
Nachrichten) og fá hann birtan í Norðanfara árið 1866. Magnúsi er
þar hrósað fyrir frumleika og sannleiksanda sem og fyrir að hrista
upp í danska klerkaveldinu („Dómur um Magnús Eiríksson“ 1866:
41–42). Þessi umfjöllun vegur þó lítið á móti þeirri sterku og
víðtæku andstöðu sem Magnús mætti hér á landi vegna skrifa sinna
um Jóhannesarguðspjall.
Af þeirri deilu sem hér hefur verið lýst má sjá að menn úr
ýmsum stéttum, guðfræðingar, prestar, kaþólikkar, bændur, sýslu-
menn og skáld, lögðust á eitt gegn ritum Magnúsar. Jafnframt má
segja að þessar deilur veki fyrst almennan áhuga Íslendinga á kenn-
ingum Magnúsar en fram til þessa höfðu þeir gefið honum lítinn
gaum. Einnig er þetta fimm ára tímabil (1864–1869), á meðan deil-
urnar stóðu, það tímabil í viðtökusögu Magnúsar sem hann fékk
mestu og víðtækustu athyglina hér á landi, en hvorki fyrr né síðar
hafa jafnmargir haft skoðanir á honum á opinberum vettvangi á
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 501