Skírnir - 01.09.2015, Page 204
Frá veislunni var sagt í íslenskum fjölmiðlum, flest mjög lofsamlegt
og Magnúsi sjálfum er hælt í greinum um hana, t.a.m. var birt stutt
umfjöllun um veisluna í Norðanfara 18. ágúst 1876. Þar segir:
Magnús Eiríksson varð fullt sjötugur 22. júnímán. og hjeldu þá flestir
landar, er hjer eru, honum veizlu út á skemmtistaðnum „Constantia“ hjer
fyrir utan Kaupmannahöfn. Magnús er hinn ernasti enn og hinn alúðlegasti
og skemmtilegasti í viðmóti, og má með sanni segja að það unna honum
jafnt ungir sem gamlir, sem hjer eru. (G. f. G. 1876: 72)
Þessi ummæli og veislan sjálf sýna hve vinamargur og vinsæll
Magnús var á meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn. Margar heim-
ildir bera þess merki að Íslendingum þótti almennt mjög vænt um
hann og báru virðingu fyrir honum þótt kenningar hans og trúar -
skoðanir hafi verið umdeildar. Hann var hvers manns hugljúfi og var
jafnan kallaður „Magnús frater“ (bróðir) af þeim sem hann þekktu
(Páll Valsson: 1999: 34). Magnús umgekkst líka alltaf yngstu Ís-
lendingana í Höfn og sýndi þeim áhuga og virðingu. Vinsældir
Magnúsar teygðu sig því milli kynslóða. Benedikt Gröndal minn-
ist hans í ævisögu sinni Dægradvöl. Samkvæmt lýsingum Benedikts
var hann „allra hugljúfi jafnt Dana sem Íslendinga … átmaður mik-
ill, söngmaður og hinn skemmtilegasti félagsmaður“ (Benedikt
Grön dal 2014: 169 og 199). Matthías Jochumsson minnist Magn-
úsar einnig í æviminningum sínum og nefnir að samtíðarmenn hans
hafi álitið hann „hálfgildis einræning og afglapa“ og rekur það við -
horf til greinar Hafsteins Péturssonar sem samin var „frá rétt-
trúnaðar sjónarmiði“ (Matthías Jochumsson 1916: 263). Síðan segir
séra Matthías:
Hafa þau verið örlög nálega allra stórmenna, sem hafa nýjar trúarkenningar
gegn ríki klerka, kreddum og hleypidómum. En það sem barg Magnúsi,
svo að kjör hans þó urðu ekki verri en þau urðu var hans merkilega fram-
ferði, einfeldni, umburðarlyndi, blíðlyndi og þolinmæði. (Matthías Joch-
umsson 1916: 263)
Ekki voru allir ánægðir með það að Magnúsi væri hælt í íslenskum
fjölmiðlum þegar sagt var frá sjötugsafmælisveislunni. Deilan mikla
vegna rita Magnúsar um Jóhannesarguðspjall sat enn í Íslendingum.
Einn Íslendingur, sem lætur ekki uppi nafn sitt, skrifar stutta grein
504 vilhjálmur árnason og jón b. pálson skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 504