Skírnir - 01.09.2015, Page 208
á þessum tíma en segja má að þeir séu fyrstu eiginlegu talsmenn
Magnúsar á Íslandi. Þeir höfðu báðir tengsl við trúarsöfnuði únítara.
Únítarískar trúarskoðanir voru mjög umdeildar meðal Íslendinga
á þessum tíma og íslenskir trúmenn skrifuðu töluvert gegn kenn-
ingum þeirra. Svo dæmi sé tekið flutti N. Steingrímur Þorláksson all-
mikinn fyrirlestur sem hann nefndi „Guðdómr drottins vors Jesú
Krists“ á 7. ársþingi hins evangelíska lúterska kirkjufélags árið 1891
í Winnipeg og birtist hann á prenti í tímaritinu Aldamót sama ár. Í
erindinu leitast N. Steingrímur við að rökstyðja guðdóm Jesú Krists
og afsanna þannig kenningar únítaranna um óguðleika hans. Í
þessum fyrirlestri telur hann Magnús Eiríksson vera höfuðsöku-
dólg þess að únítarískar trúarskoðanir, sem hann nefnir „antikristi-
legu stefnuna“, hafi náð að hreiðra um sig meðal Íslendinga. N.
Steingrímur skrifar:
Þessi antikristilega stefna náði til Íslands eins og kunnugt er, gegnum
Magnús Eiríksson. Hann flutti hana frá Þýskalandi og yfir um til Íslands.
Það, hvernig tekið var í strenginn á Íslandi, hvernig þeirri stefnu yfir höfuð
var mætt þar, verðr hinni íslenzku kirkju vorri aldrei til sóma. Þess vegna
er það líka, að þessi stefna er þegar búin að búa töluvert um sig meðal fólks
vors bæði á háum og lágum stöðum. Hún á þegar sína talsmenn, sem opin-
berlega tala máli hennar, ekki að eins meðal vor hér í Ameríku, heldr einnig
heima á Íslandi, þó þar sé enn þá farið með neitanina í nokkurs konar pukri.
(N. Steingrímur Þorláksson 1891: 78–79)
Þessi staðhæfing N. Steingríms er fyrsta merki þess að kenningar
Magnúsar hafi raunverulega haft áhrif á trúarlíf Íslendinga. Ef
marka má þessi ummæli má sjá að þótt Magnús hafi verið for-
dæmdur opinberlega af fjölda manna þegar hann sendi frá sér ritin
þar sem hann setti fyrst fram kenningar sínar um óguðleika Jesú
Krists þá hafi verið menn á Íslandi sem tileinkuðu sér þær. Þótt
hann segi það ekki berum orðum, þá gefa þau orð N. Steingríms, að
viðbrögðin hafi ekki verið kirkjunni „til sóma“, til kynna að þær
heiftúðugu og ómálefnalegu árásir sem Magnús varð fyrir hafi orðið
til þess að stefna hans fékk hljómgrunn og hafi jafnvel aflað þeim
vinsælda meðal Íslendinga.
Seinna má sjá dæmi þess að íslenskir únítarar í Kanada taki Magn -
ús upp á arma sína og líti á hann sem einskonar frumherja kenninga
508 vilhjálmur árnason og jón b. pálson skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 508