Skírnir - 01.09.2015, Page 209
509falskennandi eða einherji sannleikans?
sinna. Þessu til stuðnings má nefna að árið 1912 var tímaritið
Heimir, málgagn „Hins Únítaríska Kirkjufélags Vestur Íslend inga“
í Winnipeg, að stórum hluta tileinkað minningu Magn úsar Eiríks-
sonar. Síðar, árið 1923, flutti Ágúst H. Bjarnason erindi á stofnfundi
„Hins sameinaða kirkjufjelags Íslendinga í Norður-Ameríku“ (The
United Conference of Unitarian Churches) sem nefnd ist „Magnús
Eiríksson: Fyrsti íslenski Únítarinn“ („Magnús Eiríks son: The First
Icelandic Unitarian“).
Erindi Ágústs birtist einnig í Skírni árið 1924 og átti eftir að
hafa mikil áhrif á orðspor Magnúsar meðal Íslendinga. Fram til
þessa hafði helstu umfjöllun um ævi, rit og kenningar Magnúsar
verið að finna í áðurnefndri grein Hafsteins Pjeturssonar en Ágúst
ber mun meiri virðingu fyrir Magnúsi og fjallar með ítarlegri og
sanngjarnari hætti um fræðilegar röksemdir hans. Ágúst ræðir
skipulega ævi, störf og kenningar Magnúsar. Hann segir frá helstu
baráttumálum hans og öllum þeim hörðu deilum sem hann lenti í
vegna skoðana sinna. Jafnframt rekur Ágúst helstu trúarkenningar
Magnúsar og beitir málefnalegum rökum til að sýna fram á ágæti
þeirra. Greinin ber það ljóslega með sér að Ágúst er hrifinn af
kenningum og skrif um Magnúsar en undir lok greinarinnar segir
Ágúst:
Magnús Eiríksson var, að mínu viti, rjettnefndur einherji sannleikans um
sína daga. Ósigraður dó hann og ósigraður mun hann lifa í endurminningu
þjóðar sinnar, þegar hún er orðin jafn hreintrúuð og hann, kýs fremur að
trúa því, sem sjálfur Kristur kendi, en hinu, sem kirkjan hefir viljað vera
láta. (Ágúst H. Bjarnason 1924: 78)
Ágúst leikur ekki þann leik að skálda í eyðurnar eða beita mælsku-
brögðum til að draga upp ákveðna mynd af Magnúsi líkt og Haf-
steinn gerði með kaldhæðni og spotti til að gera lítið úr honum.
Grein Ágústs er án efa mikilvægasta heimildin frá þessum tíma.
Hún tekur við af grein Hafsteins Pjeturssonar sem ítarlegasta grein -
in um ævi, rit og kenningar Magnúsar og leiðréttir þá slæmu um-
fjöllun sem Magnús fær frá Hafsteini. Einnig verður grein Ágústs til
þess að Eiríkur Albersson skrifar fyrstu doktorsritgerð á Íslandi við
guðfræðideild Háskóla Íslands um Magnús Eiríksson.
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 509