Skírnir - 01.09.2015, Page 211
511falskennandi eða einherji sannleikans?
sje sú, að hún taki ekki aðalkenningu Krists eptir orðum, einkum orðum
hans í „fjallræðunni“. Krists aðalkenning sje það, að gjalda ekki illt fyrir
illt nje veita viðnám illsku og ójafnaði. […]
Aðal munur þeirra er sá, að Magnús ritaði á máli sem hinn mikli um-
heimur og samtíð ekki skildi, en Tolstoi skilja og lesa allar þjóðir. […] Hvað
slíkir menn sem hinn bláfátæki Íslendingur og rússneski stórauðugi greifi
munu afkasta, er ekki gott að segja, orki þeir nokkru verður það vart á
vorum dögum. (Matthías Jochumsson 1894: 1)
Það er líka merkilegt fyrir viðtökusögu Magnúsar Eiríkssonar á Ís-
landi á fyrri hluta 20. aldar að hans er getið í ítarlegu riti Jóns Helga-
sonar biskups um sögu kristni á Íslandi. Bókin kom fyrst út á
dönsku í tveimur bindum undir heitunum Islands Kirke: Fra dens
grundlæggelse til reformationen og Islands kirke fra reformationen
til vore dage. Þetta mikla rit kom einnig út á íslensku en tveimur
árum eftir útgáfu síðari hlutans kom sá hluti bókarinnar út á ís-
lensku undir heitinu Kristnisaga Íslands: Frá öndverðu til vorra
tíma: II Kristnihald þjóðar vorrar eftir siðaskifti. Bæði í íslensku og
dönsku útgáfunni af seinna bindinu eru nokkrar blaðsíður til-
einkaðar Magnúsi Eiríkssyni. Magnús fær þar sinn sess í kristni-
sögu Íslands sem sýnir að Íslendingar viðurkenna hann sem eftir -
tektarverðan kennimann. Magnús fær þó heldur slæma útreið hjá
Jóni Helgasyni þar sem hann segir kenningar Magnúsar illa skrif aðar
og úreltar. Jón skrifar meðal annars:
Bækur hans seldust afar illa og sárfáir urðu til að lesa þær, enda voru þær
þunglamalega ritaðar og í ofanálag bæði „langar og breiðar“ (sérstaklega
fyrsta bókin). Magnús fjarlægðist með hverju nýju riti meir og meir hina
ríkjandi kristindómsskoðun kirkjunnar og nálgaðist um leið meir og meir
algerlega únítariska skoðun á persónu Jesú Krists, sem að hans hyggju hefði
haft að meginverkefni sínu að umbæta guðfræði Gyðinga, eins og hún birt-
ist í Gamla testamenntinu og kenningum hinna skriftlærðu. […] [B]áru rit
hans þó vott um, að þar talaði innilega guðrækin sál með barnslegri guðstrú
og vitandi hjartaafstöðu til guðs, enda bar alt líferni hans þessa vott og
ávann honum virðingu og vinsældir allra, sem eitthvað áttu saman við hann
að sælda. Lotning hans fyrir manninum Jesú Kristi eins og samstofna-
guðspjöllin þrjú lýstu honum, var nálega ótakmörkuð. (Jón Helgason 1927:
328–329)
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 511