Skírnir - 01.09.2015, Page 216
má að nafnlaus höfundur greinarinnar í Þjóðólfi 1882, sem vitnað var
til í upphafi þessarar greinar, hafi reynst sannspár. Hér hefur ekki
verið reynt að leggja mat á hvað það er í kenningum Magnúsar sem
verðskuldar að halda nafni hans á lofti heldur höfum við reynt að
draga fram meginstefin í viðtökusögunni óháð slíku mati, enda
myndi það kalla á allt annarskonar grein. Hins vegar virðist okkur
ljóst af þessu yfirliti að það er fjölmargt, bæði í fari Magnúsar og
hugmyndum, sem er þess vert að minnast að verðleikum eða rann-
saka betur. Fyrra atriðið sem tengist framgöngu Magnúsar og
siðgerð hans virðist raunar hafa verið óumdeilt meðan hann lifði,
eins og margoft hefur komið fram í þessari grein. Þar hafa farið
saman persónuleg heilindi og það hugrekki sem það útheimtir, svo
og örlæti og gæska sem aflaði honum vinsælda meðal þeirra sem
hann umgekkst í Höfn. Það fordæmi sem Magnús setti með per-
sónulegu lífi sínu er sem slíkt nægileg ástæða þess að halda nafni
hans á lofti. Hitt er í raun athyglisverðara að nútímalegur lestur á
ritsmíðum Magnúsar sýni að hann hafi verið vanmetinn höfundur
og að hugmyndir hans eigi fullt erindi í hugmyndasögulega og
guðfræðilega umræðu. Hér má bæði nefna guðfræðikenningar
Magnúsar, sem vöktu hvað hörðust viðbrögð samtímamanna hans,
og hugmyndir hans um kvenfrelsi og önnur borgaraleg réttindi. Það
væri til dæmis verðugt rannsóknarefni að greina nánar þá forn-
eskjulegu orðræðu sem birtust í andmælunum gegn kenningu hans
um Jóhannesarguðspjall svo og það hvernig viðbrögð Magnúsar
skírskota til frjálslyndari viðhorfa sem voru að ryðja sér til rúms í
Evrópu. Þessi átök geta þannig sýnt í athyglisverðu ljósi þá baráttu
sem stóð yfir í samtíma Magnúsar á milli mismunandi hugmynda-
kerfa og hvernig staðsetja má hugmyndir hans gagnvart þeim. Í
þessu sambandi væri líka vert að skoða tengsl hugmynda hans við
aðra hugsuði á 19. öld eins og Gerhard Schreiber hefur gert varð andi
Kierkegaard. Hér mætti nefna til dæmis frelsishugmyndir Johns
Stuarts Mill, andstöðu við kennivald í anda upplýsingarstefnunnar,
skynsemishyggju um trú og margvíslega strauma innan guðfræð -
innar. Þar með væri gerð verðug tilraun til að meta ritverk Magn-
úsar Eiríkssonar að verðleikum og skýra þau í ljósi þess hug mynda-
heims sem hann lifði í og átti þátt í að móta.
516 vilhjálmur árnason og jón b. pálson skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 516