Skírnir - 01.09.2015, Side 235
535stutt undirvisun í reikníngslistinni
examens, eptir það hann degi síðar, eður á 4. dag jóla varð innskrifaður,
sem stúdent og academiskur borgari af þáveranda rektori Magnifico há-
skólans, síðan Sjálands nafnfræga biskupi, doktor N. E. Balle. Þó hætti
hann bráð lega aptur að hlýða á fyrirlestra þess hálærða og nafnfræga pro-
fessors J.M. Geusses, eptir það hann nokkrum sinnum hafði þá heyrt, án
þess að fá skilið par í þeim, vegna þess að þá var meir en þriðjungur þeirra
hjá liðinn, en fyrirlestrar hans voru sjerlega philosophisk-myrkvir og
þungir, og í orðatiltækjum (terminologie), sem bæði voru óvenjulega myrk
og óskiljanleg öðrum en peritis artis, eða þeim, sem heyrt höfðu frá upp-
hafi þeirra útlistun. Geuss las yfir Mathesis pura, aritmetik með algebra,
geometrie, trigonometria plana et sphærica, stereometrie, boginna lína
útreikning og landamælingar … M. St. fjekk sjer því aukakennara í þessum
lærdómum, eptir Geusses fyrirlestrum, sem hann ljet alla útskrifa, en reit
sjálfur alla hinna, bæði hvað hjáliðið var áður en hann deponeraði frá
haustnóttum, og síðan hvað eptir við þeirra áheyrn … (Magnús Stephen-
sen 1888: 218–219)
Vandi Magnúsar við að skilja myrka fyrirlestra kennarans varð til
þess að hann fékk „vellærðan decanus fyrir mathematisku borði á
klaustri“, Lange, fyrir aukakennara „í mathesi pura“, stærðfræðinni
(bls. 221). Hann útvegaði sér uppskriftir af fyrirlestrum Geuss, m.a.
þá sem er að finna í handritinu Lbs. 408 8vo en það geymir fyrirlestra
prófessors Geuss í „Arithmetik“. Magnús stóð sig prýðilega á
stærðfræðiprófinu um vorið 1782 (bls. 225–226). Hann tók síðan
að lesa lögfræði við háskólann. Síðla hausts 1783 var hann sendur til
Íslands ásamt Levetzow, síðar stiftamtmanni, með kornvörubjörg og
húsavið ásamt því að rannsaka skaða af völdum Skaftárelda og gera
tillögur um hvernig nauðstöddu fólki yrði haganlegast bjargað. Svo
fór um sjóferð þá að þeir félagar urðu skipreika og leituðu vetrar-
vistar í Noregi. Magnús dvaldi vetrarlangt hjá Þorkeli Fjeldsted og
frú hans í grennd við Kristiansand. Að fyrirsögn frúarinnar ritaði
Magnús matreiðslukver sem síðar var út gefið undir nafni Mörtu
Maríu Stephensen mágkonu hans með formála undir nafni bróður
hans, Stefáns Stephensen (1767–1820) (Magnús Stephensen 1888:
235–241).
Magnús náði landi í Hafnarfirði í apríl árið 1784 og sinnti erindi
því sem honum var falið um sumarið en hélt svo utan um haustið.
Þá fól Ólafur syni sínum að koma handriti að reikningsbók í
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 535