Skírnir - 01.09.2015, Page 238
Höfundur taldi raunar að þeim sem skrif þessi læsi með aðgætni
frá upphafi og síðan frameftir mundi auðvelt veitast að skilja og
nema sérhvað er í bókinni kæmi fyrir, en hinn er léti sér nægja að
grípa hér og hvar niður í hana en nennti ei að lesa neitt samhangandi
með athygli lærði þar við lítt eða ekkert í reikningi, en dæmdi þó
strax að hún væri þungskilin og óhentug unglíngum. Að lokum
vildi höfundur firra sig ámæli um yfirlæti gagnvart löndum sínum
þar sem hann sagði:
Seinazt vil eg þess geta: at ei er ritlíngr þessi samantekinn í þeirri meiníngu,
at ei seu þeir margir her á landi, er vel kunni at reikna, og geti án hanns
kennt þat ødrum út af ser, einkum af embættis-mønnum andligrar og ver -
alldligrar stettar, helldr er hann ætladr þeim úngu og uppvaxandi til nota …
(Ólafur Stefánsson 1785: Til lesarans)
Bókin sjálf skiptist í 29 kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um talningu og
talnaritun með indó-arabískum tölum sem Gerbert munki, síðar páfa,
er eignuð innleiðing í Norðurálfu (bls. 8) og á eftir fylgja 3 bls. um
rómverska talnaritun. Næstu sex kaflar fjalla um reikni að gerðirnar
fjórar, samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu, í heilum tölum
í tvennu lagi: hreinum tölum og því sem nefndar eru margskyns tölur,
tölur með mælieiningum og gjaldmiðlum. Hverri reikniaðgerð fylgja
reglur í nokkrum liðum um hvernig skuli haga reikningunum. Margs -
kyns tölum fylgja töflur um tengsl hinna ólíku mælieininga, tíma-
eininga og gjaldmiðla. Aðrir fimm kaflar fjalla um almenn brot og
reikning með þeim. Þá taka við þrír kaflar nr. 13–15 sem Magnús
sagðist hafa bætt við handritið: um tugabrot, hlutföll og hlutfalla-
jöfnur sem þar eru nefnd líkindi og samjöfnuður, og runur sem nefnd
eru töluhlaup. Kaflar nr. 17–24 fjalla um þríliðu og ýmis afbrigði hlut-
fallareiknings, kaflar 25 og 26 um rótardrátt, og kaflar 27–29 um bók-
stafareikning og jöfnur fyrsta og annars stigs, sem nefndar eru ein -
faldar og kvaðratískar líkingar. Tugabrot voru þá nýmæli í evrópsk -
um kennslubókum. Reikningsbók Leonhards Eulers (1738),Einleit-
ung zur Rechenkunst, sem varð fyrirmynd margra kennslubóka í
reikningi, var t.d. án tugabrota og sama er að segja um kennslubók í
algebru eftir Euler, Vollständige Anleitung zur Algebra, sem var gefin
út um 1770 á þýsku og síðar þýdd á mörg tungumál.
kristín bjarnadóttir skírnir538
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 538