Skírnir - 01.09.2015, Page 239
539stutt undirvisun í reikníngslistinni
Rétt er að vekja athygli á því að stærðfræðiheiti í Stuttri Undir-
visun hafa öll verið íslenskuð. Það á einnig við rit Ólafs Olaviusar
(1780), Greiniliga vegleidslu. Þetta framtak má væntanlega eigna
átaki upplýsingarmanna í þá veru að gera fróðleik aðgengilegan fyrir
allan almenning. Höfundur segir í formála: „… til lettis fyrir hina er
ei skilia látínu, hefir eg við serhvert þessara orða, sett þá eiginlegu
skíríngu þeirra, í móðurmálinu … Stílinn hefir eg reynt til at giøra
sem auðvelldaztan og skilianligann børnum og úngmennum eptir
óbiøguðu [máli] í landinu, svo ei þyrfti lengi at grubla eptir mein-
íngu orðanna …“ (Ólafur Stephensen 1785: Til lesarans).
Samanburður Lbs. 409 8vo og kennslubókar
Handritið Lbs. 409 8vo Stutt Undirvísan um Arithmeticam Vulgarem
eða Almenniliga Reikníngs List er 174 bls. að lengd og ber svipað
heiti og kennslubók Ólafs Stefánssonar, Stutt Undirvisun. Það er
því freistandi að skoða handritið með það í huga að það geti verið
handrit það sem Ólafur Stefánsson nefndi í formálanum og Magnús
Stephensen í sjálfsævisögu sinni. Sé bókinni og handritinu flett
saman kemur í ljós að þau eru um margt ólík. Bæði ritin fylgja þó
hefðbundnu sniði reikningsbóka í sömu röð með inngangi að talna-
ritun, reikniaðgerðunum fjórum í heilum tölum, nefndum tölum
og brotum, ásamt hlutfallareikningi í formi réttrar og öfugrar
þríliðu og drætti fernings- og teningsróta. Auk framantalins geymir
kennslubókin framangreinda efnisþætti sem Magnús Stephensen
sagðist hafa bætt við handrit föður síns: tugabrot, hlutföll og hlut-
fallajöfnur ásamt algebru og jöfnum.
Strax í upphafi má sjá ólíkan inngang. Inngangurinn að kennslu-
bókinni er mjög formlegur. Skilgreindar eru í kennslubókinni ein-
skyns tölur (numeri homogenei) sem merkja einingar af einni og
sömu tegund en margskyns tölur (numeri heterogenei) sé tegund
þeirra ólík, t.d. þrjár álnir og sjö tunnur. Viðkennd tala (numerus
concretus) er sú sem gefur bæði til kynna eininganna mergð og teg-
und segir í bókinni (bls. 3) en engar slíkar skilgreiningar eru í hand-
ritinu. Síðan eru skilgreindar í kennslubókinni eins stafs tölur og
skipan sætiskerfisins út frá því, svipað og í inngangi handritsins en
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 539