Skírnir - 01.09.2015, Síða 240
ekki með sama orðalagi. Tölustafurinn 0 heitir núll eða cero í
kennslubókinni en ciphra í handritinu. Handritið og bókin mætast
í vísukorni um sætis kerfið sem hér er birt með stafsetningu kennslu-
bókarinnar:
Sig mest merkir hinn fyrsti,
mann tíu qvað annar;
hundrat þýðir hinn þriðie;
þúsund fjórði, vel grunda,
tíu þúsund tel fimta,
tel hundrat þúsund sietta,
siøunda mer klerkar kendu,
at kalla þúsund þúsunda.
(Ólafur Stefánsson 1785: 6; Lbs. 409 8vo: 3)
Vísa þessi átti eftir að birtast í mörgum kennslubókum fram á tutt-
ugustu öld, m.a. í Reikningsbók Elíasar Bjarnasonar (Kristín
Bjarna dóttir 2013). Höfundur handritsins tók töluna 1711 til dæmis
um hvernig lesið væri úr fjögurra stafa tölu en kennslubókin geymir
fjölmörg dæmi um lestur allt að sjö stafa talna. Báðir taka síðan
dæmi af því hvernig skipta skuli niður til lestrar ofurstórum tölum,
kennslubókin 19 stafa tölu og handritið 16 stafa, en tölustafirnir eru
ekki hinir sömu.
Framhald beggja ritanna eru síðan reikniaðgerðirnar fjórar.
Efnis skipan er hin sama í báðum og í hundruðum bóka sem áður
höfðu verið ritaðar á ýmsum tungumálum en orðalag er hvergi hið
sama. Kennslubókin er mun ítarlegri, enda lengri. Í kennslubókinni
er fyrst farið í einskyns tölur, oftast hreinar tölur, en þó eru einnig
nefndir fiskar, faðmar og ríkisdalir, t.d. í dánarbúum, sterfbúum
sem svo eru nefnd, en engar breytingar milli eininga (Ólafur Stef-
ánsson 1785: 20, 27, 37). Slíkar breytingar eru viðfangsefni 6. kafla
bókarinnar um reikning með margskyns tölum, alls um 20 blað -
síður. Margskyns tölur og breytingar milli eininga eru hins vegar
meðhöndlaðar jafnhliða reikniaðgerðunum í handritinu.
Settar eru fram reglur í nokkrum liðum um hvernig skuli takast
á við hverja reikniaðgerð. Reglurnar segja til um hvernig tölunum
skuli stillt upp, hvernig skuli byrja og hvernig halda áfram. Sömu
540 kristín bjarnadóttir skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 540