Skírnir - 01.09.2015, Page 241
541stutt undirvisun í reikníngslistinni
atriðin eru áréttuð í báðum ritum en betur dregin saman og ein-
földuð í kennslubókinni.
Ekki verður vart við að tekin séu sömu talnadæmin í bókinni og
handritinu. Reikniaðgerðir með margskyns tölum voru einkar
flóknar. Einn ríkisdalur jafngilti 96 skildingum. Gamall ríkisdalur í
spesíu jafngilti 48 fiskum, ríkisdalur krónu 45 1/3 fiski, en báðir 30
álnum. Ein alin reiknast stundum 2 fiskar en annars í samræmi við
framangreindar stærðir (Ólafur Stefánsson 1785: 62–63). Það var
því ekki heiglum hent að greiða úr slíkum reikningum.
Bæði ritin taka fyrir hlutföll á eftir brotareikningi. Strax er tekið
til við að ræða um runur (progressio) í handritinu Lbs. 409 8vo. Í
kennslubókinni hefur Magnús skotið kaflanum um líkindi og sam-
jöfnuð á undan rununum. Þar er „líkindi“ þýðing á orðinu ratio,
nú nefnt „hlutfall“. Ratio arithmetica er þýtt með „töluleg eða arith -
metísk líkindi“ en ratio geometricameð „jarðmállig eða geómetrísk
líkindi“. „Samjöfnuður“ er þýðing á orðinu proportion sem nú
nefnist „hlutfallajafna“. Tekin eru dæmi í báðum ritum um sam-
svarandi gerðir runa, „arithmetískar“ og „geómetrískar“ runur, sem
nú nefnast jafnmunaruna og jafnhlutfallaruna, en dæmin eru ekki
sama efnis. Bæði ritin sýna jafnhlutfallarununa 1, 2, 4, 8, 16, … en í
ólíku samhengi. Höfundur kennslubókarinnar segist sýna dæmið
til að menn átti sig á hinum hraða vexti geometrískrar runu (Ólafur
Stefánsson 1785: 131).
Bæði ritin sýna rótardrátt. Dæmin um ferningsrót í kennslu-
bókinni eru tekin af 2.025 og 20.736 en í handritinu af 1.725 og
42.071 sem gengur ekki upp. Dæmin um teningsrót, radix cubici,
eru 91.125 og 1.728 í kennslubókinni en 94.818.816 og 65.006.413
auk annarra stórra talna í handritinu. Ekki verður séð að margt sé
sameiginlegt með bókinni og handritinu yfir heildina tekið nema
vísan um sætiskerfið þótt efnisþættir séu margir hinir sömu.
Samanburður Lbs. 408 8vo og kennslubókar
Víkur nú sögunni að handritinu Lbs. 408 8vo sem fylgdi gjöf frú
Þórunnar Stephensen: Professor J. M. Geuss Collegium, over Arit-
hmetiken, holdet Anno C.N. 1781 & 1782. Ritið er allvel skipulagt.
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 541