Skírnir - 01.09.2015, Page 243
543stutt undirvisun í reikníngslistinni
hlutverk reikningslistarinnar, þar sem komi „kendar stærðir og ók-
endar fyrir, þær kendu nefna menn gefnar (datum, data), og hinar
ókendu þær eftirleituðu (quæsitum)“ (bls. 4). Handritið ræðir hið
sama í lengra máli í §4 á bls. 7–8, og fer síðar út í aðra sálma,
fræðilega og hagnýta stærðfræði og hlutverk hennar, m.a. til mæl-
inga.
Bæði ritin ræða talnahugtakið, talningu og talnaritun með sæt-
iskerfi. Í kennslubókinni er tekið fram að í sérhverri stærð séu partar
og hver partur nefnist eining (unitas), „fleiri þesskonar einingar
[séu] tilsamans tala (numerus)“ (Ólafur Stefánsson, bls. 3), þ.e. ein-
ingin sé ekki tala. Í handritinu er mun almennari umfjöllun um
stærðir í reikningi og rúmfræði, sem taldar eru þrenns konar: heilar
tölur sem notaðar séu til talningar, brot, og svo ósammælanlegar
stærðir og óræðar tölur, „irrationale Tal“ (Lbs. 408 8vo: 20–21).
Óræðar tölur er ekki að finna í kennslubókinni. Í handritinu er rætt
um „enere“, einingatölur ritaðar með einum tölustaf, og samsettar
tölur „compositi eller complexi“ (Lbs. 408 8vo: 23), en slík skipting
er ekki nefnd í kennslubókinni. Hugmyndin um að einn sé ekki tala
er forn og handritið nefnir hana ekki.
Þegar kemur að reikniaðgerðunum fjórum er umfjöllun ritanna
tveggja ólík. Lögð er áhersla á fræðileg grundvallaratriði í handrit-
inu, svo sem það sem nú væri nefnt hlutleysur og andhverfur, ásamt
tengireglu og dreifireglu sem er notaðar til að hagræða og leysa
aðgerðirnar upp í fleiri aðgerðir með lægri tölum. Megináherslan í
kennslubókinni er hins vegar á uppsetningu. Bæði ritin hefja samt
umfjöllun um margföldun með því að segja að hún sé endurtekin
samlagning og sýna dæmi um það (Lbs. 408 8vo: 45; Ólafur Stef-
ánsson 1785: 30). Sýnt er í kennslubókinni að víxlregla gildi um
samlagningu, og umfjöllun um prófun byggir á því að samlagning
og frádráttur annars vegar og margföldun og deiling hins vegar séu
andhverfar aðgerðir. Orðadæmi og nefndar tölur fá töluvert pláss í
kennslubókinni en eru ekki nefndar í handritinu Lbs. 408 8vo.
Bæði ritin taka fyrir almenn atriði um almenn brot, svo sem rit-
hátt, lengingu og styttingu, samnefnara ásamt aðferðum við reikni -
aðgerðirnar fjórar. Umfjöllun í handritinu eru þó fræðilegri, t.d. er
þar að finna umræðu um samanburð brota og samanburð þeirra við
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 543