Skírnir - 01.09.2015, Page 245
545stutt undirvisun í reikníngslistinni
Umræðu er haldið áfram í kennslubókinni um fjölbreytileg tilvik í
ritun almennra brota, svo sem 0,03 = 3/100 og 0,0003 = 3/10000
(Ólafur Stefánsson 1785: 107) en einungis farið um það almennum
orðum í handritinu. Greinilegt er að höfundur bókarinnar taldi
ástæðu til að skýra eiginleika og framsetningu tugabrota rækilega
og ítarlegar en prófessorinn skýrði fyrir byrjendum í háskóla.
Síðan er farið yfir í að sýna hvernig breyta megi almennu broti
í tugabrot í báðum ritum en ekki tekin sömu dæmi. Í handritinu er
sýnt í allöngu máli hvernig 5/8 er breytt í 0,625, en í kennslubók-
inni er 4/5 breytt í 0,80 og svo 3/4 í 0,750, dæmi sem nefnt er í hand-
ritinu en ekki sýnt. Að þessu loknu fer handritið yfir í umfjöllun um
lotubundin tugabrot en þau eru ekki nefnd í bókinni. Aðferðir við
reikniaðgerðirnar fjórar eru sýndar í báðum ritum en ólík dæmi eru
tekin (Ólafur Stefánsson 1785: 107–112; Lbs. 408 8vo: 91–96).
Hlutföll og hlutfallajöfnur (Ólafur Stefánsson 1785: 113–120;
Lbs. 408 8vo: 120–150) eru tekin fyrir allítarlega í báðum ritum.
Báðir höfundar sýndu t.d. hvernig finna megi miðhlutfall og um-
bylta hlutfallajöfnum. Höfundur handritsins notaði þau til að skýra
hagnýt atriði, hin einu sem þar er að finna, um myntbreytingar.
Handritið er nokkru ítarlegra er kennslubókin. Ekki verður vart
við sömu dæmi.
Kennslubókin Stutt Undirvisun í Reikníngslistinni og Algebra
líkist nokkuð fyrirlestrum prófessors Geuss, Lbs. 408 8vo, mest þó
í inngangsköflum ritanna og í inngangi að tugabrotum. Ekki verður
samt séð að bein dæmi séu sameiginleg og röð efnisþátta er ekki hin
sama. Rótardráttur er tekinn fyrir á undan hlutföllum og hlutfalla-
jöfnum í handritinu en á eftir hlutföllum, m.a. þríliðu, í kennslu-
bókinni.
Niðurstöður samanburðar
Líklegt er að handritið Lbs. 409 8vo Stutt undirvísan sé upprunalegt
handrit kennslubókarinnar. Tvennt styður þá skoðun. Meginfyrir-
sagnir ritanna eru hinar sömu þótt undirfyrirsagnir séu ólíkar.
Efnisskipan er einnig hin sama ef litið er fram hjá þeim köflum sem
Magnús Stephensen sagðist hafa bætt inn eins og hann lýsti í sjálfs-
skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 545