Skírnir - 01.09.2015, Side 251
Listin býr á bakvið lífsins vegg
— Um málverk Ragnars Þórissonar
Hann kemur á móti okkur léttur í spori, ungur maður á bláum
glansandi stakk og snjóhvítum strigaskóm, glænýjum og tandur-
hreinum. Skokkar eftir stéttinni síðasta spölinn og heilsar, vísar
okkur veginn upp tröppurnar og stigann. Ég kem honum ekki heim
og saman við verkin, þetta er ekki hann, Ragnar Þórisson, bróðir
hans kannski?
Á þriðju hæð við höfnina göngum við inn á vinnustofuna.
Neon ljósin kvikna yfir höfðum og terpentína fyllir vitin, gamla
góða olíumálaralyktin. Veggirnir eru marglitir, blettóttir og slett-
óttir, og gólfið líka. Málverk halla sér upp að veggjum, pollróleg
og þolinmóð, eins og hópur seiglukvenna í biðröðinni utan við
Eilífðina, þær virðast ekki efast mikið um að þær komist inn á end-
an um. Afhverju er enginn búinn að kaupa þetta allt? er spurning
sem kviknar um leið og síðasta neonperan rankar við sér. Ljósin eru
jafn hvít og strigaskórnir drengsins sem flissar feimnislega við verk-
unum tveimur sem blasa við og hanga á vinnuveggnum, hálfkláruð
eða kláruð. Ég lít enn og aftur á skóna og buxurnar, hvort tveggja
svo tandurhreint, í hróplegri mótsögn við margslett rýmið. Hann
fullyrðir þó að hann og sá sem málar sé sami maðurinn, og verðum
við ekki að trúa því? Hann segist koma hingað á hverjum degi en
vinni aðeins tvo tíma á dag.
„Ég veit ekki afhverju en ég get ekki unnið meira en þetta, tvo
tíma á dag.“
En hvernig vinnur hann? spyrjum við. Hann segist stundum
nota ljósmyndir, stundum varpa þeim á strigann með gömlum
myndvarpa sem stendur í horni einsog hálslöng glergæs, en yfirleitt
þróist verkið síðan út í eitthvað annað, það sem byrji sem ljósmynd
af einhverju ákveðnu verður eitthvað allt og óákveðið annað.
Skírnir, 189. ár (haust 2015)
MYNDLISTARÞÁTTUR SKÍRNIS
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 551