Skírnir - 01.09.2015, Side 253
553listin býr á bakvið lífsins vegg
von. Gamlinginn sem allt í einu
man þau mistök sem hann gerði
og breyttu lífi hans til hins verra,
allt í einu blasa þau við honum á
glansandi gólfdúk í horni svefn-
herbergis þar sem hann er risinn
upp við dogg eftir fyrstu nóttina
í þjónustuíbúðinni. Nei, þetta
eru ekki portrett af þessu fólki,
heldur einhverju allt öðru, og
kannski alls ekki myndir af fólki
yfir höfuð. Málverkin hrinda frá
sér orðum eins og gæs vatni.
Í staðinn reynum við að sjá
fyrir okkur þennan dreng á þess -
um hvítu strigaskóm mæta hér á
öðrum tíma dags í öðrum skóm,
og setjast við sinn vinnuvegg, að
verki, og halda áfram að strjúka
og berja strigann með lit og
pensli, töfra fram þessa mynd
sem bíð ur vomandi vofuleg hand -
an veggjar, bíður þess að töfrasproti með svínshárum nái að pranga
hana fram í raunheiminn, þann sýnilega.
Hægt og bítandi myndast mynd, móskuleg mannvera með andlit
sem er ekki hennar rétta andlit heldur hennar sanna andlit, ógreini-
legur svipur sem þó er nægilega greinilegur til þess að við skiljum …
ekki hvað hann á við, heldur hvaðan við þekkjum hann, við þekkjum
hann aftur úr myrkrinu sem bíður að baki daganna, þaðan sem við
komum og þangað sem við hverfum. Sumir þessara svipa hafa nán-
ast prentaða áferð, svo minnir á stimpla, og stimplast því auðveldlega
í minnið. Og nánast allir bera svip af listamanninum sjálfum,
drengnum á hvítu strigaskónum, sérhver máluð mynd er lauf á ætt-
artré listarinnar. Blóð er þykkara en vatn en olían þó þykkust.
Það sem gerir þó útslagið með þessi verk er opið sárið, opið
flæðið, frelsið í formunum, ljóðrænan í litunum, hér erum við laus
skírnir
Olía á striga, 195 × 155 cm, 2013.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:52 Page 553