Jökull


Jökull - 01.06.2000, Side 44

Jökull - 01.06.2000, Side 44
Surface and bedrock topography of Mýrdalsjökull ÁGRIP Yfirborð og botn Mýrdalsjökuls: Kötluaskjan, gosstöðvar og rennslisleiðir jökulhlaupa Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins, 1300- 1500 m hár, alls um 600 km að flatarmáli (1. mynd). Hann hylur eina virkustu megineldstöð landsins, sem gosið hefur 20 sinnum frá landnámstíð, svo að átján sinnum hafa jökulhlaup fallið niður Mýrdalssand og tvisvar til Sólheimasands. Fyrir 1600 árum féll hlaup norðvestur í Markarfljót. Fyrstu kort af Mýrdalsjökli voru gerð af danska herforingjaráðinu 1904-1907 (suðurhluta) og 1937- 1938 (meginjöklinum) í mælikvarða 1:100.000. Þau voru gerð eftir skámyndum, sem teknar voru úr flug- vélum og var ekki ætlað að sýna nákvæma hæð held- ur lögun jökulyfirborðsins. Fyrsta kortið sem studdist við landmælingar á sjálfum jöklinum vann Steinþór Sigurðsson árið 1943. Næstu kort voru gerð af korta- stofnun bandaríska hersins, U.S. Army Map Service, í mælikvarða 1:50.000. Hæðarlínur við jökulsporðinn voru fundnar af loftmyndum frá 1945-46 en ofar á jöklinum voru þær eins og á kortum Dananna. Þessi kort sýndu aðaldrætti í lögun jökulsins, skriðjökla og dæld í miðjum jökli sem afmarkaðist af Háubungu og Goðabungu. Reyndar lýsti kort Steinþórs Sigurðsonar best skörpum brúnum bungnanna. Könnun á þykkt Mýrdalsjökuls og landslagi und- ir honum hófst 1955 með jarðsveiflumælingum, sem sýndu 300-400 m þykkan ís í 9 punktum á hájöklin- um. Árið 1977 var 500-600 m ísþykkt mæld með ís- sjá í nokkrum sniðum á sömu slóðum. Staðfestu allar þessar mælingar hugmyndir manna um að askja væri undir jöklinum. Kort af yfirborði og jökulbotni. Vorið 1991 var gerður leiðangur á Mýrdalsjökul til þess að kortleggja yfirborð og botn hans svo og rennslisleiðir íss og vatns niður að jökulsporði og jökulám. Mikilvægur þáttur í þessu verki var könnun á eldstöðvum undir jöklin- um og mat á því hvert jökulhlaup geta fallið við gos undir honum. Hæð jökulyfirborðsins var mæld með nákvæmum lofthæðarmælingum og þykkt hans með íssjá (2. og 3. mynd). Fyrstu kort af Mýrdalsjökli sem lýsa af nákvæmni yfirborði (4. mynd) og botni (5. mynd) hans sýna að undir sunnanverðum jöklinum er mikil megineld- stöð með hringlaga grunnfleti. Eldstöðin 30-35 km að þvermáli í 200 m hæð og rís upp í 1300-1380 m hæð. Bogadregnir hryggir við Háubungu, Goðabungu og milli Entu og jökulskersins Austmannsbungu (3. mynd) umlykja 650-750 m djúpa öskju megineld- stöðvarinnar, sem nær niður í um 650 m hæð. Innan sporöskjulaga barmanna er um 100 km svæði með 14 km langás, í stefnu SA til NV og 9 km skammás, frá SV til NA. Munur á landslagi á öskjubotninum sitt- hvoru megin við langásinn gæti endurspeglað fram- leiðslu gosefna eftir að eldstöðin huldist ís. Í norðaust- urhluta öskjunnar er 25 km flötur neðan við 800 m og botninn er lægri og flatari en í suðvesturhlutanum. Þó er röð NNV-lægra tinda sem gætu verið gígar, um 2 km innan við austurbrún öskjunnar. Í hinum óslétta og hálendari suðvesturhluta eru hryggir og stakir tind- ar sem ná yfir 1100 m hæð en dældir umhverfis þá ná niður fyrir 750 m. Um 3 km langur hryggur ligg- ur til NNV frá austurhluta Háubungu og 5 km langur hryggur liggur austur frá Goðabungu. Um 3 km norð- an við Háubungu er stakur hryggur í stefnu A-V sam- síða öskjubörmunum. Nokkur jökulsorfin skörð eru í öskjubörmunum. Um þau gætu fallið jökulhlaup frá lónum á jarðhita- svæðum og við gos undir jöklinum. Lægsta skarðið er í um 740 m hæð milli Háubungu og Kötlukolla og snýr suðaustur að Kötlujökli. Þótt hæð annarra skarða hafi ekki verið könnuð nákvæmlega má ætla að Sólheimajökull falli um 1050 m hátt skarð milli Háubungu og Goðabungu og hæð skarðs við Entujök- ull sé um 1100 m. Einnig er skarð að Sandfellsjökli. Norðaustan við Austmannsbungu er 200-250 m djúpt og 1.5 km breitt V-laga gljúfur, á sprungusveim sem teygist frá Kötluöskjunni norðaustur að Eldgjá. Það gæti upprunalega hafa orðið til við jarðskorpuhreyf- ingar en síðan rofist af vatni og ís, m.a. árið 934 þeg- ar gaus í þeim hluta Eldgjársprungunnar sem er hul- in jökli og jökulhlaup féll niður á Mælifellssand og sunnan við Öldufell í Hólmsá. Önnur gos utan öskj- unnar hafa einnig hafa valdið miklum jökulhlaupum og gætu mikil hlaupset milli Öldufells og Kötlujökuls vitnað um það. Undir hinum djúpa og rofna Sólheimajökli nær botn 50 m niður fyrir sjávarmál, eða 100 m lægra en landhæð við jökulsporðinn og lægsta land sem mælst JÖKULL No. 49 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.