Jökull


Jökull - 01.06.2000, Page 72

Jökull - 01.06.2000, Page 72
Earthquakes in the Mýrdalsjökull area, 1978–1985 ACKNOWLEDGEMENTS This paper is dedicated to the memory of Mr. Einar H. Einarsson, farmer and naturalist at Skammadalshóll, and his wife, Steinunn Stefánsdóttir, who attended a local seismograph for more than two decades and kept a close watch on the Mýrdalsjökull volcanoes. The Icelandic Seismograph Network was, during the study period, run in cooperation between several insti- tutions: Science Institute of the University of Iceland, Icelandic Meteorological Office, National Energy Au- thority, National Power Company, Reykjavík Munici- pal District Heating Service, Suðurnes Municipal Dis- trict Heating Service, and the town of Selfoss. The enthusiasm and devotion of the caretakers of the seis- mic stations are gratefully acknowledged. The GMT public domain software was used to generate most of the figures. Emilie Hooft, Ólafur Guðmundsson and Steinunn Jakobsdóttir read the manuscript critically and made valuable suggestions for its improvements. ÁGRIP JARÐSKJÁLFTAVIRKNI UNDIR MÝRDALS- JÖKLI 1978-1985: ÁRSTÍÐASVEIFLUR OG TENGSL VIÐ ELDSTÖÐVAR Þrálát skjálftavirkni einkennir nokkrar megineld- stöðvar á Íslandi, s.s. Kötlu, Bárðarbungu, Hengil og Torfajökul. Skjálftavirkni þessara eldstöðva tengist ekki beinni eldgosavirkni og er nokkur ráðgáta. Upp- tök skjálftanna mynda yfirleitt þéttar þyrpingar nálægt miðju eldstöðvanna. Leiða má rök að því að hluti virkninnar tengist jarðhitavirkni og varmanámi í rót- um eldstöðvanna. Þetta á við um Hengil og Torfa- jökul, en skýrir ekki alla skjálftavirknina. Það er t.d. ekkert greinilegt samband á milli virkninnar og afls jarðhitakerfanna. Í sumum eldstöðvanna, s.s. Bárð- arbungu og Kötlu, eru skjálftaþyrpingarnar tengdar öskjum. Þar liggur beinast við að túlka skjálftana sem afleiðingu af spennubreytingum í þaki grunn- stæðra kvikuhólfa. Vaxandi kvikuþrýstingur í hólfi veldur siggengishreyfingum, og minnkandi þrýstingur samgengishreyfingum í þaki hólfsins. Skjálftasvæðið undir Mýrdalsjökli er tvískipt, þ.e. upptök skjálftanna mynda tvær afmarkaðar þyrping- ar. Önnur þyrpingin er undir suðaustanverðum jök- linum og fellur hún vel innan Kötluöskjunnar eins og hún hefur verið kortlögð með íssjármælingum. Hin þyrpingin er undir vesturjaðri jökulsins, undir vest- anverðri Goðabungu, og liggur hún alveg utan öskj- unnar. Skjálftavirknin í báðum þyrpingunum er við- varandi. Það er nokkrum erfiðleikum bundið að á- kvarða dýpi upptaka á þessum svæðum, en flest bend- ir til þess að þau séu í efri hluta jarðskorpunnar, á 0-5 km dýpi. Túlka má skjálftaþyrpinguna innan Kötluöskjunn- ar á þann veg að hún tengist kvikuhólfi undir henni. Skjálftarnir verða þá vegna spennubreytinga í þaki hólfsins sem stafa af þrýstingsbreytingum í kvikunni. Stærsti skjálfti sem mælst hefur á þessum slóðum varð í júní 1977. Unnt var að finna brotlausn hans og sýnir hún verulegan samgengisþátt. Það má túlka þannig að skjálftinn hafi orðið í tengslum við þrýstingslækkun í hólfinu. Skjálftaþyrpingin undir Goðabungu bendir til þess að þar sé annað kvikuhólf, aðskilið frá kvikuhólfi Kötluöskjunnar. Þetta hólf hefur enn ekki myndað öskju og er því líklega tiltölulega ungt og óþrosk- að. Það er skilgreiningaratriði hvort líta beri svo á að kvikuhólfin tvö tilheyri megineldstöðinni Kötlu eða hvort eigi að líta á Goðabungu sem sérstaka megin- eldstöð. Kvikuhólfin tvö undir Mýrdalsjökli ásamt megin- eldstöðinni Eyjafjallajökli liggja á austur-vestur línu. Þessari línu fylgja einnig gossprungur og misgengi á Fimmvörðuhálsi og Seljalandsheiði. Einhver afl- fræðileg tengsl virðast vera milli eldstöðvanna á þess- ari línu. Benda má á að eldgosin tvö, sem talin eru hafa orðið í Eyjafjallajökli á sögulegum tíma, urðu nánast samtímis Kötlugosunum 1612 og 1823. Þá er einnig algengt að skjálftahrinum í einni eldstöðvanna fylgi fáeinir kippir í hinum. Skjálftavirknin undir Goðabungu er háð árstíðum. Skjálftar eru margfalt algengari þar á haustin en fyrri part árs. Hér hafa veðurfarsþættir ugglaust áhrif. Á haustin er jökulfargið minnst og grunnvatnsþrýsting- ur í jarðskorpunni hæstur. Báðir þessir þættir lækka núningsviðnám á misgengisflötum í skorpunni og geta þannig stuðlað að aukinni skjálftavirkni. Sýna má fram á að grunnvatnsþrýstingurinn hefur líklega meiri áhrif en fargbreytingin. Eins metra lækkun á ísnum JÖKULL No. 49 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.