Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 55

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 55
BREIÐFIRÐINGUR 53 inn hvass suðaustan og útlit fyrir að veður versni enn. Það er því ekki um annað að velja en að hraða ferðinni sem mest, enda rökkvar snemma þegar komið er fram í september. Oveðursskýin í suðri þykkna meir og meir. Þó er svo margt eftir að sjá og muna. Langeyjarnesið og eyjarnar í vestri, formfastar hlíðar og klettabelti í austri, tæra læki og ár og merka bæi. Framundan mótar fyrir fjöllunum á Barðaströnd, óglöggt, en þarna eru þau þó, hugann grunar, að í móðu fjarlægðarinnar séu líka fagrar lendur. Skyldi móta fyrir Vöðlunum í fjarska? Eg finn, að slagveður haustdagsins er að taka frá okkur fagra mynd, og öll syrgjum við það að geta ekki tileinkað okkur meira af fegurð og tign Strandanna. Við leggjum andlitin þétt að rúðunum og reynum að sjá sem mest, um leið og bíllinn rennur hvern kílómetrann af öðrum eftir nýbyggðum vegi. Einnig hann er þrekvirki, er innt var af hendi á skömmum tíma, undir stjórn Jakobs Benedikts- sonar. Það er eins og ung og sterk öfl hafi verið leyst úr læðingi með þessari vegagerð. A mörgum þessara snotru býla, er vegurinn liggur hjá, eru nú meiri og minni hús í byggingu eða stór stykki brotin í nýrækt. Sumir þessara bæja bera með sér aldagamla menningu og þokka, og önnur ný býli bætast við ár frá ári, hugþekk og snotur við hlið sögubæjanna gömlu og góðu. Það mætti segja mér, að eftir fá ár yrðu Strandir glæsilegast byggðar og rækt- aðar í Dalasýslu og sannkallað augnayndi þeirra, er leggðu leið sína um vesturhluta sýslunnar. Við ökum um hlaðið á Nýp, höfum tal af bóndanum og hann segir okkur, að það muni verða stormur út Tjalda- neshlíðina og ekkert er sannleikanum samkvæmara, hver vindsveipurinn af öðrum kemur æðandi sunnan með hlíð- inni. Bíllinn hryktir og gjöktir undan átökum veðursins.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.