Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 61

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 61
BREIÐFIRÐINGUR 59 Allar íslenzkar mæður ættu að minnast þessarar miklu formóður sinnar, sem átti bæði vizku, framtak og bænar- mátt til að bjarga börnum sínum við brimströnd auðnar- innar í norðri. Þar sem ekkert var til bjargar nema Guð í alheimsgeimi og Guð í hennar eigin vitru og ástríku hetjusál. Gæfa Auðar í Hvammi í Dölum má verða gjöf öllum íslenzkum mæðrum til handa. Ollum, sem eiga fórnfýsi hennar og vökula frelsisþrá, hetjulund hennar á hættu- stund. En það er fleira í hetjusögnum feðranna, sem okkur varðar í hinu mikla þjóðnytjamáli, slysavörnunum. Það hafa margar hetjurnar fallið. Það hefur margt hjartað saknað. Eitt eftirminnilegasta dæmið um sorglegt slys og sáran söknuð er, þegar Böðvar Egilsson, hið mikla og gáf- aða glæsimenni fórst skammt frá Borg á Mýrum. Við minnumst hetjunnar, sem sprengdi af sér skrautkyrtilinn af ekka, er hann reið með látinn son sinn í faðmi til grafar föður síns og móður. Hve ægileg sorg Egils er, þegar hann leggst harmi þrunginn í lokrekkju sína og hyggst hefna sín, með sjálfs sín dauða. Sonurinn glæsilegi verður honum öllu meira. Uppgjöfin grípur þetta hermannshjarta. Allt er þýðingarlaust. Alls er örvænt. Andvarp skáldsins verður eins og yfirskrift yfir harmi allra þeirra mörgu, sem misst hafa ástvini sína í helgreipar Ægis fyrr og síðar. „En ek ekki eiga þóttumk sakar afl við sona bana.“ Aftur er það kona, skörungurinn Þorgerður Egilsdóttir, sem kann réttu tökin. Ekki að láta harminn minnka sig né kúga. Hún skilur hvernig andi og hjarta mannsins getur

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.