Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 5

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 5
^ÍÆm l^LzifkkóHa Ég veit, að þér er kærkomið að fá til birtingar allt það, sem breiðfirzkt er og einkanlega sé það þess eðlis að varð- veita minningu um eitthvað af því, sem hinn nýrri hefur breytt og er að breyta, en þar á meðal eru hin fornu fjöl- mennu heimili. Þess vegna sendi ég þér nú hjálagða mynd, hún er af heimilisfólkinu á Reykhólum sumarið 1902 eða 1903, tekin af Jóni Guðmundssyni í Ljárskógum. A mynd- inni eru 38 manns, þar af er þrennt sumarlangt, hitt allt ársfólk. Aftur vantar á myndina 5 af því fólki, sem átti þar heima á sama tíma. Eg býst við, að þetta þyki allmargt fólk á einu heimili, en þó vil ég geta þess að þetta er engan veginn, þegar flest var á bænum, t. d. hafði árið áður eða sama vorið flutzt þaðan Oddur læknir Jónsson, en honum fylgdu a.m.k. 7 manns. Hann hafði að sjálfsögðu sér mötu- neyti á heimilinu. Það lætur að líkum, að mikið hafi þurft til að brauð- fæða allan þennan hóp af fólki; létti þar mikið undir, hvað jörðin var í þá daga hlunnindagjöful, enda var þá allt nýlt til hins ýtrasta, sem nú verður ekki við komið, sökum fólks- fæðar og dýrleika. Matvælaforði sá, er fékkst með öflun hinna margvíslegu hlunninda var efnaríkur og heilsusam- legur, enda fengu unglingar, sem ólust upp á Reykhólum oftast bráðan og mikinn þroska. Spillti það ekki fyrir, að almannarómur var, að hús- freyjan hefði jafnan móðurhendur og aðeins þær við út-

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.