Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 13

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 13
BREIÐFIRÐINGUR II hún var úr ísafjarðardjúpi, en fluttist ung í Breiðafjarð- areyjar. Hjónaband þeirra varð gott og ástríkt og heimili þeirra rómað fyrir rausn og ágæti. Börn þeirra voru þessi: 1. Kristín, átti Benedikt Bachmann stöðvarstjóra á Hjalla- sandi; dó ung. 2. Henríetta, rithöfundur, átti Guðmund Guðmundsson, sunnlenskan mann; hjuggu síðar að Steinanesi og Otrar- dal í Arnarfirði (hún dó 1955). 3. Jónína, átti Friðrik Salómonsson frá Drápuldíð; búa í Flatey. 4. Jens, kennari í Rvík, fræðimaður og rithöfundur; átti Margréti Guðmundsdóttur frá Nýjubúð í Eyrarsveit (hann dó 1953). Hermann fluttist til Bíldudals 1902 og var skipstjóri það- an um hríð, en hætti sjólífi 1911, hálfsextugur, og fluttist þá aftur til Flateyjar. En það ár missti hann konu sína, eftir 32 ára sambúð þeirra, og varð hún manni sínum sem öðr- um harmdauði. Hann bjó eftir það með Jónínu dóttur sinni og hjá henni og manni hennar síðan. Eftir að hann hætti sjósókn setti hann verzlun í Flatey og rak lengi. Hann var skipaður vitavörður í Flatey og var það til æviloka. Hermann Jónsson skipstjóri var fríður maður og vask- legur, sem þeir eiga kyn til, Vestureyingar, glæsimenni í sjón og fasi og mikill persónuleiki. Hann var prúðmenni mikið, vitur maður og gerhugall, hagur og vel verkifarinn á hverja lund. Hann var skapsmunamaður, en tamdi lund sína og alla háttu, er hann gerðist fulltíða. Hann hneigðist nokkuð til víndrykkju um sinn á yngri árum, en yfirvann þá freistingu með drenglund og karlmennsku — „og grund- vallaði þannig hamingju sína, hjónalíf og lífsstöðu og far- sæl elliár“, segir Jens sonur hans þar um. Hann var fá-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.