Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 19
BREIÐFIRÐINGUR
17
eru enibættisbækur hans taldar bera þessum þætti skapgerð-
ar hans fagurt vitni. Hann var hin mesta hetja í ferðalög-
um bæði á sjó og landi og þess var honum þörf í hinu víð-
lenda prestakalli, en hann þjónaði lengi öllum vesturhluta
Dalasýslu ásamt Garpsdal í Barðastrandasýslu og var auk
prestsstarfsins prófastur allra Dala í nær aldarfjórðung.
En prestur var hann í Hvammi frá 1905 til 1914, en var
þó eitt ár í Stykkishólmi.
Sr. Ásgeir varð Stúdent aldamótavorið, en lauk embætt-
isprófi við Prestaskólann árið 1903. Stundaði hann kennslu
við Isafjarðardjúp og á ísafirði fyrstu ár starfs síns eða
unz hann tók prestvígslu. En þar í „Djúpinu“ voru hans
bernskustöðvar, því að hann fæddist á Arngerðareyri hinn
22. sept. 1878, sonur Ásgeirs Guðmundssonar hreppstjóra
þar og Margrétar Jónsdóttur fyrri konu hans. Og við
„Djúpið“ kvæntist sr. Ásgeir eftirlifandi konu sinni, frú
Ragnhildi Bjarnadóttur. Hún var frá Ármúla. Þau giftust
á afmælisdegi hans aldamótaárið. Þóttu þau ætíð hin glæsi-
legustu hjón og var prúðmennsku þeirra og höfðinglegri
framkomu hvarvetna viðbrugðið. Kurteisi þeirra og hátt-
prýði var í senn sönn og fögur.
Frú Ragnhildur hefur verið heilsutæp um áratugi, og
hvergi munu mannkostir sr. Ásgeirs betur hafa komið í
ljós en á heimili lians og var hann þó alls staðar velkominn
og vinsæll. Nærgætni hans, umhyggja og ástúð í þrautum
og vanda húsfreyjunnar bar vitni tryggð hans, festu og
drenglund. Hið sama mun og fósturdóttirin vitna, hin
prúða, gáfaða og glæsilega prestdóttir frá Hvammi, Ragn-
hildur Ásgeirsdóttir, skriftarkennari í Reykjavík.
Sr. Ásgeir var góður félagi, fórnfús, hugsjónaríkur, fram-
sýnn og duglegur. Þar hefur Breiðfirðingafélagið í Reykja-
vík mikið að þakka. Enginn einn maður mun hafa átt rík-
ari þátt en hann í þeirri ráðstöfun, að það varð fyrsta ált-