Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 27

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 27
BREIÐFIRÐINGUR 25 og notuðu til beitar og benda nöfn margra þeirra til þess, hvernig þær voru notaðar, til dæmis Hrútey og Hrúthólmi, Lambey o. þ. h., sem víða eru til á Breiðafirði. HEYANNIR Heyskapur eyjamanna var erfiður. Tii hans þurfti mikið fólkshald. Fyrst voru túnin, sem eingöngu voru á heima- eynni, heyjuð. Oftast voru þau frekar lítil, því að víðast hvar er ræktun erfið. Það er mikið mýrlendi í Suðureyjum og þarf mikla framræslu. Til þess skortir enn í dag vélar, en flutningur á þeim út í eyjarnar er ekki talinn svara kostnaði. Yfirleitt stendur vélaskortur, einkum stórvirkra véla, búskaparþróun eyjamanna mjög fyrir þrifum. Er túnaslætti var lokið var farið í útilegur til hinna eyj- anna og var legið í tjaldi og ekki farið heim nema um helgar. Flutti fólkið sig ey úr ey, eftir því sem á gekk hey- skapinn. En megnið af heytekju hverrar jarðar fékkst í úteyjum. Sláttur er í eyjunum talsverð íþrótt, því hann er víða frábrugðinn því, sem gerist á sléttlendi eða greiðfæru landi. Oft er gott gras kringum lundaholur og á sendnum lundabökkum, en þar var ekki vandalaust að slá. Siður var víðast að allir gengju samtímis að hverju verki. Allir slógu til að byrja með, jafnt karlar, konur og unglingar. Síðan gengu allir að rakstri og var heyinu rakað upp í föng. sem síðan voru látin blása þar, sem hátt bar á eynni. Síðan var heyið bundið, oft hálfblautt, og flutt heim. Eyjabandið var fremur smátt, enda þurfli að bera hvern bagga á skip og var algengt að konur báru þá jafnt sem karlar. Bagg- arnir voru 80—90 pund að þyngd og axlaði hver sinn bagga, er borið var á skip. Þóttu það liðléttingar og lélegir starfsmenn, sem ekki gátu axlað sjálfir baggana. Burður þessi var að sjálfsögðu mjög erfiður, enda þurfti oft að

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.