Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 35

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 35
BREIÐFIRÐINGUR 33 Að prýða það, sem skrautlaust er, eða fullkomna það, sem fagurt er, er vissulega mannbætandi iðja. Skógræktin eykur skyggni inn í töfraheima þá, sem fegurð náttúrunnar hefur að bjóða. Þó það væri eigi ann- arra vegna en barna vorra, ættum vér að gefa skógræktar- starfi gaum. Að leiða barn að blómi, er að gefa því góðan vin. Að leiða athugun þess og áhuga að fögrum gróðri blóma og trjáa, er að opna því dyr að gleðisal hreinleikans, vekja næmi þess fyrir því stóra í hinu smáa og kenna því, að meta fögnuð þess, er laugast í tærum lindum hljóðrar feg- urðar. Á þeim tímum, þegar eldra fólkið í sveitum er áhyggju,- fullt yfir því, hversu æskufólkið flýr unnvörpum æskur stöðvarnar, ættum vér að huga að því, að fagur skrúð- garður heima á hverjum bæ myndi margsinnis verða sá segull, sem sterkast drægi og erfiðast yrði að yfirgefa. IV. Rökin eru því mörg, sem hníga að skógræktarstarfi. Séu rætur þess raktar —- orsaka- og afleiðingaþræðir sundur- greindir, þá mun engum blandast um það hugur, að skóg- rækt er mál, sem alla varðar. Alla þá, sem unna sjálfum sér og sínu heimili, að ekki séu nefndir hinir, sem unna landinu í heild, framtíð þess og möguleikum, frama þess og sóma. „Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt?“ spurði hinn ungi Jónas Hallgrímsson þjóð sína. Þjóð, sem var búin að glata gullum sínum: skipum sínum og skraut-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.